Að hverju þarf að huga við andlát?

Í kjölfar andláts ástvinar þarf fólk að stíga mörg þungbær skref og taka fjölda erfiðra ákvarðana. Til að styðja við aðstandendur geymir Minningar.is ýmsar hagnýtar upplýsingar og fróðleik.

no image

Við andlát

Andlát ættingja eða vinar markar alltaf tímamót í lífi fólks, hvort sem það á sér aðdraganda eða ekki. Í sumum tilfellum liggja hinstu óskir fyrir, en oftar en ekki eru aðstandendur á algjörum byrjunarreit.

no image

Að hafa samband við útfararþjónustu

Algengast er að fagaðili á vettvangi hafi samband við útfararþjónustu strax eftir andlát þegar aðstandendur hafa valið hvert þeir vilja leita.

no image

Að tilkynna andlát

Að tilkynna öðrum eða frétta sjálfur af andláti getur verið viðkvæmt, sérstaklega ef um náinn vin eða ættingja er að ræða.

no image

Undirbúningur kistulagningar

Kistulagning er stutt kveðjuathöfn fyrir nánustu aðstandendur. Í aðdraganda hennar er meðal annars valin kista og fatnaður sem manneskjan sem er látin á að klæðast.

no image

Undirbúningur útfarar

Útförin er kveðjuathöfn samfélagsins og opin fleirum en nánustu aðstandendum. Hún gefur fjölskyldu og vinum tækifæri til að eiga stund saman og heiðra minningu hinnar látnu manneskju.

no image

Að velja hvílustað

Hluti af því að kveðja látinn ástvin er að útvega stað til hinstu hvílu. Sumir eiga þegar frátekinn stað í duftreit, grafreit eða kirkjugarði. Aðrir hafa látið í ljós hinstu óskir. Annars kemur það í hlut aðstandenda að velja ástvini sínum hvílustað.

no image

Kostnaður og styrkir

Útfararkostnaður getur verið mjög mismunandi allt eftir því hvaða leið er farin, til dæmis í vali á kistu, tónlistarflutningi eða umgjörð athafnar. 

no image

Erfidrykkja

Í huga margra er erfidrykkjan mikilvægur hluti af kveðjuathöfninni því þar kemur fólk saman til að minnast og votta hvert öðru samúð.

no image

Erfðamál

Í margbreytilegum fjölskyldumynstrum samtímans er gjarnan léttir að ná að leiða erfðamál til lykta á hnökralausan hátt.

no image

Skoðaðu þá þjónustu sem er í boði