no image

Fylgja minningarsíðu

Steingrímur S. Jónsson

Fylgja minningarsíðu

19. febrúar 1970 - 12. janúar 2022

Andlátstilkynning

Elskulegur sonur okkar og bróðir Steingrímur Jónsson rafmagnsverkfræðingur andaðist miðvikudagskvöldið 12. janúar.

Útför

4. febrúar 2022 - kl. 13:00

Útför Steingríms S. Jónssonar rafmagnsverkfræðings fer fram frá Seltjarnarneskirkju í dag föstudaginn 4. febrúar kl.13.00. Athöfninni verður streymt á streyma.is.

Hlekkur á streymi
Aðstandendur

Jón Hilmar Stefánsson Elísabet Bjarnadóttir Bjarni Hilmar Jónsson Stefán Hrafn Jónsson

Kæri Steini

Fyrsta minningin mín er þegar föðursystir okkar, ég man ekki hvor, sagði við mig „Stefán viltu ekki koma og sjá litla bróður þinn?“ svo ég kíkti í vagninn eða burðarrúmið sem þú lást í. Ég man svo sem ekki hvaða hugsanir fóru um huga mér eða tilfinningar gripu mig en líklegast varð ég hissa á því að þú gætir ekki talað við mig eins og bræður eru vanir að gera, og glaður yfir því að eignast nýjan bróður og vin. Ég var ekki nema 779 daga gamall þegar þú komst í heiminn, en vissi samt strax að ég var ekki lengur litli bróðirinn.

no image