no image

Fylgja minningarsíðu

Stefnir E. Magnússon

Fylgja minningarsíðu

30. september 1943 - 2. apríl 2022

Andlátstilkynning

Lést 2. apríl

Útför

11. apríl 2022 - kl. 13:00

Útför hans fer fram frá Akureyrarkikju mánudaginn 11. apríl kl 13.00 Athöfninni verður streymt á facebooksíðunni Jarðarfarir í Akureyrarkirkju-beinar útsendingar.

Aðstandendur

Aðalsteinn Stefnisson, Tinna Arngrímsdóttir, Jóhanna Stefnisdóttir, Kjartan I. Kjartansson, Stella Maren Kjartansdóttir og systkini hins látna

Minnig um dásamlegan frænda

Stefnir var móðurbróðir minn, þegar ég fæddist var hann 54 ára og ég man að mér fannst hann aldrei eldast. Ég á margar minningar af honum enda ólst ég upp með hann í næsta húsi. Stefnir var mjög sterkur maður frá því að ég man eftir mér var hann einstæður faðir og gerði allt fyrir börnin sín. En hann var líka mjög stríðinn og það eru ófáar sögurnar sem munu lifa með fjölskyldunni af uppátækjunum hans. Ein af mínum uppáhalds sögum er þegar hann var að kenna mömmu að keyra, það endaði nú ekki betur en svo að hann var næstum búin að láta barnið klessa á girðingu.