no image

Fylgja minningarsíðu

sr. Jóhanna Ingibjörg Sigmarsdóttir

Fylgja minningarsíðu

25. apríl 1944 - 26. september 2022

Andlátstilkynning

Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma lést á Akureyri mánudaginn 26. september í faðmi fjölskyldunnar.

Útför

8. október 2022 - kl. 13:00

Útförin fer fram í Egillstaðakirkju 8.október klukkan 13. Streymt verður frá athöfninni á vef egilsstaðaprestakalls

Hlekkur á streymi
Aðstandendur

Kristmundur Magnús Skarphéðinsson, Sigmar Ingi Kristmundsson, María Ósk Kristmundsdóttir og fjölskyldur

Minning

Við andlát Jóhönnu, elstu systur minnar, streyma minningarnar fram. Minningar um góða systur og vinkonu. Æskuheimili okkar var á prestsetrinu Skeggjastöðum, þar sem einnig var stundaður sveitabúskapur og rekinn heimavistarskóli fyrir börn. Allt frá unga aldri tók Jóhanna virkan þátt í flestu því sem gera þurfti í sveitinni, ég minnist hennar t.d. á hestbaki í smalamennskum, í fjárhúsunum í sauðburði, ýmis konar húsverkum og akandi dráttarvélum með heyvinnutækjum. Að þessum verkum gekk hún með dugnaði en ef hún gat valið tók hún gjarnan útiverkin fram yfir inniverkin.

Minning í Fregnir

Jóhanna Ingibjörg Sigmarsdóttir

Hún lifir!

Hún lifir í hjörtum okkar og sálum þeirra sem þekktu hana. Hún lifir í vináttu þeirra sem hún tengdist. Hún lifir í metnaðinum sem hún hafði og í öllum þeim mörgu verkum sem hún sinnti af alúð og elju. Hún lifir í forystunni sem hún veitti sem sannur og þjónandi leiðtogi. Hún lifir í umburðarlyndinu sem hún sýndi og í lífi þeirra sem hún hvatti til dáða. Hún lifir í bókunum sem hún elskaði að lesa, í menningunni sem hún naut og í málfarinu sem hún vandaði. Hún lifir söngröddinni hennar sem ómar í hugum okkar. Hún lifir í ferðum sínum og leiðsögn. Hún lifir í matseldinni sem hún sinnti af ástríðu, í gestrisninni og gjafmildinni. Hún lifir í lífsgleðinni sem skín nú í gegnum þá sem hana þekktu. Hún lifir í fjölskyldunni sem var henni kærust. Hún lifir í kærleikanum því hún elskaði af öllu hjarta. Hún lifir í börnunum sem hún bar á örmum sér inn í lífið. Hún lifir í hjarta mínu því okkar slógu í kór. Hún lifir í sál minni því hún gaf mér líf. Hún lifir í trúnni sem hún gaf mér í vöggugjöf. Hún lifir í andanum mínum því hún bar mig inn í þennan heim. Hún lifir í gleði minn og sorg því brosið hennar fylgir mér hvert sem ég fer.