no image

Fylgja minningarsíðu

Sigurjón Helgason

Fylgja minningarsíðu

14. mars 1947 - 14. desember 2021

Andlátstilkynning

Ástkær sambýlismaður minn, faðir, tengdafaðir og afi og langaafi, lést á krabbameinsdeild Landsspítalans 14. Desember 2021

Útför

Útför hefur farið fram.

Kristinn Þór - Minning

Þegar ég var 13 ára sendi pabbi mig oftast upp í klukkuturninn í kirkjugarðinum við útfarir. Þarna sat ég á priki og átti að hringja gamalli skipsbjöllu í þrígang á meðan syrgjandi aðstandendur gengu með ástvin að sínum síðasta dvalarstað. Ég var oftast frekar kátur og hafði gaman af flestu í lífinu – svo mikið að mér þótti ekki við hæfi að vera þarna að hringja bjöllu brosandi út að eyrum. Þá hugsaði ég hvernig mér myndi líða ef pabbi, sem stóð tignarlegur í jakkafötum að taka á móti líkfylgdinni, væri þessi ástvinur í kistunni. Tilfinningaríkari bjölluhljómur heyrist ekki en þarna þar sem ég sló til spottanum með tárin í augunum.

no image