no image

Fylgja minningarsíðu

Sigurður Haraldsson

Fylgja minningarsíðu

30. janúar 1926 - 12. apríl 2016

Útför

Útför hefur farið fram.

Höf: Sigurður Veigar Bjarnason

Afi Siggi fagnaði 90 ára afmæli sínu í janúar síðastliðnum en fyrir réttum 40 árum, eða á fimmtugsafmæli sínu, hélt hann mér undir skírn. Stoltur hef ég borið nafn afa og ömmu og stoltur mun ég halda nöfnum þeirra á lofti þar til minn tími kemur.

Höf: Sólveig Ósk Óskarsdóttir

Afi var um tíma í karlakór enda með fallega og djúpa rödd. Einn af mínum uppáhaldsfrösum frá afa var þegar hann sagði hátt og snjallt „síngaaaar“ svo heyrðist út um allt hús á Túngötu 5. Þetta var merki um að auglýsingarnar væru að hefjast í sjónvarpinu, eitthvað sem var víst í uppáhaldi hjá okkur frændsystkin unum þegar við vorum litlir gormar. Uppáhalds frasi nr. 2 var hvernig hann svaraði í símann á Túngötu, „fjórir tólf fjórir þríííír“ með smá söngli. Ég á eftir að sakna raddarinnar hans afa ógurlega mikið, hún var svo hlý, djúp og falleg. Tilhugsunin um rödd hans fyllir mig af öryggi og gleði.

Höf. Bjarni Bogason

Sigurður Haraldsson, tengdafaðir minn til 45 ára, fæddist á Bakka við Húsavík. Bærinn stóð við fjörukambinn í Héðinsvík rétt norðan Húsavíkur. Eins árs gamall fluttist hann með fjölskyldu sinni til Húsavíkur og ólst þar upp og átti heima í 70 ár.

Höf Börkur Bjarnason

Afi minn, elsku afi Siggi, þú leyfðir mér að fylgja þér síðustu sporin þegar þú kvaddir þennan heim. Fyrir það og fyrir allt er ég endalaust þakklátur. Þú varst ekki maður margra orða og áttir oft erfitt með að segja hvað þér bjó í brjósti, en þú varst aftur á móti maður framkvæmda. Ég var aldrei í vafa um hvað þér þótti vænt um okkur börnin þín og þú sýndir það í óteljandi verkum. Allar veiðiferðirnar, hvort sem það var á sjó eða landi, skautar, berjatínsla með ömmu Sollu og sumarbústaðarferðirnar. Ég átti annað heimili hjá ykkur ömmu í Túngötunni og kom flest hádegi í mörg ár til að fá eitthvað gott að borða og leggja mig svo í afaholu. Við vorum bestu vinir og skildum hvor annan svo vel án þess að þurfa að hafa orð á því. Nú ertu kominn lengra en við hin sem sitjum eftir og efast ég ekki um að ævintýri þín eru rétt að byrja. Takk fyrir að vera afi minn og besti kall sem ég hef hitt. Geymi allt það góða frá þér í hjarta mínu.

Höf: Anna Kristín og Jónas Hagan

Í okkar huga er stórhöfðingi fallinn frá, fósturfaðir og móðurafi, Sigurður Haraldsson frá Húsavík.