no image

Fylgja minningarsíðu

Reynir Sigurjónsson

Fylgja minningarsíðu

23. júní 1951 - 19. desember 2022

Andlátstilkynning

Elsku maðurinn minn, faðir, tengdafaðir og afi, varð bráðkvaddur á heimili sínu þann 19. desember síðastliðinn.

Útför

9. janúar 2023 - kl. 13:00

Útför Reynis fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju 9. janúar 2023 kl 13:00.

Hlekkur á streymi
Sálmaskrá
Aðstandendur

Henný Júlía Herbertsdóttir Heiður Reynisdóttir Sigríður Reynisdóttir - Michael Erinfolami Gabríel Gauti, Hekla Júlía, Þórunn Dúna og Tómas Tumi

Þakkir

Kæru vinir, við þökkum hlýhug, símtöl og heimsóknir síðustu daga. Henný og fjölskylda

Hollvinir Grensásdeildar
Úr "Vornótt" eftir Davíð Stefánsson frá Fagraskógi

Um jökla vafðist júnínóttin blá, úr jörðu spruttu silfurtærar lindir. Við áttum vor, sem aldrei líður hjá og elda sína bak við höfin kyndir. Ég þráði aldrei dagsins dyn og glaum, mig dreymdi líf, sem æðri fegurð spáir, og einni sál ég sagði þennan draum, og síðan á ég vin, er hjartað þráir. Hvort skilur nokkur betur vorsins vé en vinir tveir, sem hamingjuna erfa, er lífsmagn jarðar laufgar blóm og tré, og loftin verða blá, en skýin hverfa? Þá hvílir blessun yfir sæ og sveit, og sælan streymir út í fingurgóma, tvær þöglar sálir vinna heilög heit, og hjörtun skilja alla leyndardóma. Ég þakka þér samfylgdina í gegnum lífið Reynir minn. Þín Henný.

Minning um pabba og afa

Það eru afakökur í skápnum. Afaskinkan er í ísskápnum. Afabrauðið er sömuleiðis í skúffunni. Nú kemur ekki meira úr afasmiðjunni góðu. Borvélin og múrtappaboxið er vissulega á sínum stað líka, sem honum fannst að dóttirin þyrfti að eiga.

Elsku pabbi minn

Það er erfitt að hugsa til þess að þú eigir ekki eftir að taka á móti mér aftur í dyrunum í Boðahlein með faðmlagi og klappi á kinn eða hringja í mig þegar tölvan er að stríða þér eitthvað. 

Minning Reynir Sigurjónsson

Margar glaðar minningar koma upp í hugann við fráfall Reynis míns góða og trygga vinar. Við urðum sessunautar fyrir tilviljun þegar ég hóf nám í viðskiptafræði haustið 1974. Reynir var þannig skapi farinn að auðvelt var að laðast að honum. Frá honum stafaði glens, gleði og hugmyndaauðgi. Hann var alltaf jákvæður og til taks. Aldrei sló hann á móti bíóferðum, þótt hann ætti eiginkonu og unga dóttur heima. Sem unglingur var hann efnilegur fótboltamaður, hafði góða boltameðferð og næmt auga fyrir spili og staðsetningum. Oft fór ég með honum, bræðrum hans og mági í fótbolta. Þótt ég flæktist gjarnan fyrir hafði ég gaman af.