no image

Fylgja minningarsíðu

Örnólfur Grétar Þorleifsson

Fylgja minningarsíðu

19. október 1942 - 20. september 2013

Útför

Útför hefur farið fram.

Kveðja frá Róberti Kára

Elsku Addi afi minn.

Kveðja frá Helgu Magg

„Það syrtir að er sumir kveðja“

Kveðja frá Önnu og Stefáni

Hress og kátur og hvers manns hugljúfi er það fyrsta sem kemur í hugann þegar við minnumst Örnólfs vinar okkar. Hann var öðlingur og hafði góða og ljúfa nærveru.

Kveðja frá Knattspyrnufélaginu ÍA

Örnólfur Þorleifsson, fyrrverandi útibússtjóri Búnaðarbankans og síðan Kaupþings á Akranesi, er látinn eftir þungbær veikindi. Ég mun ekki rekja ævisögu Örnólfs, það gera aðrir sem betur þekkja til. En í minningu um góðan og eftirminnilegan félaga langar mig til að rifja upp okkar samskipti og mál er tengdust knattspyrnunni á Akranesi.

Kveðja frá Hákotsfélögum

Í dag kveðjum við kæran vin, félaga og fyrrverandi yfirmann okkar til margra ára í útibúinu á Akranesi, Örnólf Þorleifsson. Örnólfur var ákaflega félagslyndur og skemmtilegur maður og hafði góða nærveru. Með þessum fátæklegu kveðjuorðum viljum við þakka honum fyrir ánægjulegar samverustundir í gegnum árin.

Hinsta kveðja frá barnabörnum

Elsku besti Addi afi.

Kveðja frá Fanneyju Láru

Ég man enn þann dag þegar Brynja systir kom með Örnólf kærastann sinn heim á Háholt 32 í fyrsta sinn. þau leiddust svo falleg og hamingjusöm og þannig hef ég alltaf séð þau, samhent og falleg hjón. Addi mágur minn var fljótt orðinn einn af okkar fjölskyldu svo traustur, glaðlyndur og hjálpsamur. Í gegnum lífið hefur hann ávallt verið til staðar, með opinn faðm í erfiðleikum, glaðlegur og skemmtilegur á gleðistundum. Hann sagði skemmtilega hnyttnar sögur, var söngelskur, hann kunni og mundi til dæmis öll lögin hennar Brynju því ef hún hikaði við að rifja upp var hann samstundis kominn með lagið við textann svo allir tóku undir og mikið var gaman. Á svona stundum sá ég þau fyrir mér sitja saman tvö, Brynju að spila á gítarinn sinn og þau að æfa nýja lagið og textann sem hún var búin að semja. Hann Addi var góður og nærgætinn maður og traustsins verður hvar sem var enda gegndi hann mikilli ábyrgðarstöðu sem útibússtjóri banka og var vel liðinn af öllum. Sem mikill félagsmálamaður gegndi hann æðstu embættum sem hann innti af hendi með mikilli reisn með sína traustu konu sér við hlið. Það varð stórt skarð í fjölskylduröðinni okkar þegar Addi kvaddi þetta líf og hvað þá í hans nærfjölskyldu sem samt er svo sterk og samhent eins og þeim er lagið. Kæri Addi minn, ég trúi því að þegar okkar tími kemur hittumst við öll hinum megin.

Kveðja frá Sólveigu og Kjartani

Hann Addi okkar er látinn.

Kveðja frá Þórði svila

Á haustdögum árið 2002 hitti ég í fyrsta sinn Örnólf Grétar Þorleifsson er skömmu síðar varð svili minn. Komdu sæll sagði hann við mig og velkominn í hópinn, og það voru svo sannarlega orð að sönnu, alltaf og ævinlega var maður velkominn til þeirra hjóna á heimili þeirra á Akranesi og eru ánægjustundirnar orðnar margar sem við hjónin erum búin að eiga með þeim Adda og Brynju, bæði heima og heiman. Við ferðuðumst mikið saman bæði hér á landi og erlendis, hér heima með okkar felli- og hjólhýsi og vorum þá gjarnan viku eða tvær á ferðinni, það voru mjög skemmtilegar ferðir, og alltaf varst þú Addi minn hrókur alls fagnaðar. Ég minnist ferðar til Kanaríeyja, ég minnist ferðar til Lundúna, ég minnist ferðar upp á hálendi Íslands, ég minnist ferðanna um landið okkar og sér í lagi ferðar um Vestfirði þar sem þú þekktir svo vel til og leyfðir okkur að njóta þess með þér. Já, það var gaman dagana okkar og næturnar á Ísafirði þegar þú leiddir okkur um bæ bernsku þinnar og inn á sjálft bernskuheimilið.