no image

Fylgja minningarsíðu

Oddný Guðnadóttir

Fylgja minningarsíðu

12. apríl 1926 - 28. mars 2022

Andlátstilkynning

Elskuleg amma okkar og frænka "Odda" frá Kirkjulækjakoti í Fljótshlíð Andaðist á Skjóli þann 28. mars síðastliðinn Útför frá Fíladelfíukirkjunni í Reykjavík 6. apríl kl. 11.

Útför

6. apríl 2022 - kl. 11:00

Odda verður jarðsungin frá Fíladelfíukirkjunni í Reykjavík í dag 6. apríl kl. 11:00.

Hlekkur á streymi
Aðstandendur

Fyrir hönd nánustu aðstandenda, Ágúst Sigurður Björgvinsson

Elsku besta Odda mín

Allir sem þekkja okkur vita hversu einstakt og sterkt samband okkar var. Kærleiksríkri, sterkari, jákvæðari og betri manneskju hef ég ekki hitt á lífsleiðinni. Þú hefur verið mín stoð, stytta og klettur í gegnum líf mitt og varst mér sem móðir. Okkur kom ótrúlega vel saman alla tíð og ég var meira og minna hjá ykkur Reimari frá fæðingu. Þær fjölmörgu minningar með ykkur eru mér svo kærar. Ég kallaði ykkur alltaf Odda og Reimar en amma og afi við vini. Þið bæði voruð mér svo miklu meira en amma og afi. Margir eru heppnir að eiga góða ömmu og afa. Það er þó fáir svo heppnir að eiga Oddu og Reimar. Ykkar skilyrðislausa ást til okkar Sigþórs er ógleymanleg og verður geymd í hjarta okkar alla tíð. Ég var líka svo lánsamur að foreldrar mínir skírðu mig í höfuðið á ykkur, ég ber milli nöfnin ykkar. Ég er foreldrum mínum þakklátur fyrir það. Ég er þakklátur mömmu, pabba og Dídí ömmu fyrir að Odda varð þessi mikilvæga manneskja í mínu lífi. Það er ekki sjálfgefið því þið gáfu mér líka alla mögulegu ást.

Odda amma

Elsku amma það var svo margt gaman sem við gerðum saman. Það var svo gaman að hafa þig alltaf hjá okkur og eiga heima með þér. Þú varst alltaf svo skemmtileg og góð við okkur. Þú beiðst alltaf eftir okkur þegar við vorum að koma úr skólanum og tókst á móti okkur með brosi, kossum og knúsi. Það var svo gaman að hafa þig með okkur út í garðinum heim og spila körfubolta, þú varst alltaf hlægjandi. Allar ferðirnar með þér, mömmu og pabba til Bonny, Lindu og Allen í Florída með voru svo rosalega skemmtilegar. Þú varst alltaf svo hress, þegar við vorum Universial Studio og við ætluðum saman í Harry Potter og það var aldur mörk í rússíbanann þú 90 ára og Dominik 4 ára máttu ekki fara, en þú varst að reyna segja þeim að þú værir 29 ára. Það fannst okkur rosalega fyndið. Við fórum saman á ströndina og hopuðum í sjónum saman, spiluðum körfu, búðaleiki úti í garð, fórum í sundlaugina, borða á upphalds staðnum okkar allra Chick-Fil-A og út í ísbúð. Þú elskaðir ís og súkkulaði og áttir alltaf til fyrir okkur. Það var alltaf svo gott og gaman að sitja niðri hjá þér í stofunni þú varst alltaf svo góð við okkur og stundum fengum við okkur KFC saman sem okkur öllum þótti svo gott og ís á eftir. Það var best að fá að kúra með þér og faðma þig elsku amma, þú varst alltaf að segja okkur hvað þú elskaðir okkur mikið og við fundum það líka svo vel.

no image
Elsku Odda

Þegar ég kynntist Gústa mínu í Litháen fór hann strax að tala um samband sitt við ömmu sínu og hversu mikilvæg hún væri honum. Því fékk ég strax að kynnast þegar ég kom fyrst til Íslands og hitti þig í fyrsta skiptið. Þú lagðir út heljarinnar veisluborð með öllu því sem þú hafir bakað sjálf þegar ég kom fyrst til þín í Hörðalandið. Þú tókst mér með svo mikilli hlýu og ást frá upphafi. Fyrstu vikurnar mínar á Ísland vorum við Gústi hjá þér og á þessum tíma gerði ég mér ekki grein fyrir hve mikil áhrif þú ættir eftir að eiga á líf mitt og Gústa. Þú stóðst svo þétt við bakið á okkur í blíðu og stríðu. Þú hefur verið við hlið okkar á öllum stærstu augnablikum okkar. Þegar Gabriel kom í heiminn sá ég strax hve mikið þú elskaðir að vera með hann í fanginu og skildir lítið í því senda ætti hann í leikskóla þar sem þú vildir hafa hann á daginn þegar við vorum til vinnu. Þér var að þeirri ósk þegar Dominik fæddist því hann fékk ekki leikskólapláss jafn snemma og Gabriel. Þú hjálpaðir okkur svo mikið, þú sást til þess að hvorki Gabriel né Dominik þyrftu nokkru tímann að fara til dagmömmu eða í pössun, þar sem naust þessa að vera með þeim meira en allt annað. Þú elskaðir þá útaf lífinu og þeir þig. Fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig og strákanna er ég þér ævilega þakklátt, ég elska þig elsku Odda mín.