Fylgja minningarsíðu
Mundína Ásdís Kristinsdóttir
Fylgja minningarsíðu
30. nóvember 1972 - 31. október 2022
Andlátstilkynning
Ástkær dóttir okkar, systir, mágkona og frænka, Mundína Ásdís Kristinsdóttir, lést á líknardeild Landspítalans mánudaginn 31. október.
Útför
7. nóvember 2022 - kl. 13:00
Útför hennar fer fram frá Akureyrarkirkju mánudaginn 7. nóvember klukkan 13. Streymt verður frá athöfninni á Facebooksíðunni Jarðarfarir í Akureyrarkirkju.
Aðstandendur
María S. Ásgrímsdóttir Kristinn Finnsson Þorgerður Kristinsdóttir Bjarni Ragnarsson Anna María Kristinsdóttir Friðrik Kjartansson Halldóra Margrét, Kristinn Már, Guðmundur Ingi, María Björk, Kjartan Ingi, Heba og Ása.
Mamma Munda
Elsku mamma Munda,
Hetjan mín <3
Ég kynntist Mundu fyrir 19 árum síðan þegar ég fór að æfa blak með Aftureldingu. Munda var fljót að átta sig á að þessi kona var alltaf eitthvað týnd inná vellinum og var strax dugleg að leiðbeina mér á rétta staði. Það lýsir Mundu vel, alltaf tilbúin til að hjálpa öðrum. Og ég var svo heppin að fá að spila og keppa með henni öll þessi ár.
Þakklát fyrir þig elsku Munda
Þó að leiðin virðist vönd
Til bestu frænku
Elsku Munda. Ég trúi því varla að ég sé að skrifa þér minningarorð. Ég trúi ekki að ég eigi ekki eftir að geta hringt í þig aftur og að stelpurnar mínar muni ekki eiga Mundu frænku eins og ég var svo heppin að hafa alltaf mér næst.
Elsku vinkona mín
Elsku besta Munda mín. Ég minnist þín með miklu þakklæti fyrir allar þær góðu stundir sem við áttum saman. Ég sit hér heima hjá mér og horfi upp í Alpafjöllin og minnist skemmtilegra skíðaferða, lyftuferða og ýmissa svaðilfara.
For our angel
One day
Munda memorial
This is a moment of sadness for the entire Blak family. Munda will always be in our memories in the magical moments that volleyball gave us. Munda was a warrior, on and off the court. She has countless conquests and victories. I had the pleasure and opportunity to work with her. Munda was an extremely qualified professional, always willing to help her team and athletes; a tireless athlete in training, games and competitions; but above all a great friend! Your contagious smile and your partnership will be missed. RIP dear Munda <3
Munda rests in my mind
Many person in Italy ask me ....what happened Francesco...and my reply is.... One little part of my family passed away...but the soul rests in me forever in my heart. Munda is my Angel now and ever. R.I.P. my big sister Munda.
My cousin Munda
Dear Munda, our mamma Eia used to say you were her beloved niece… now you have joined her. You have been so strong and so careful for us, despite your sickness these last years, and the distance, that it is hard to find the right words. Héðinn : I remember how nicely you welcomed us in your flat in Reykjavik, when I was starting to have too many children to always go to Dora’s and from this on, we kept a strong relationship, exchanging regularly messages, sending pictures of the new members of the family : the last ones you sent to me, you were so proud of Dora’s little baby, Asa Valsdottir who was just born and you wanted to inform me. But you were helpful for many things : finding lopapeysa for the kids, sending me regular news about general news in Iceland (volcano eruptions, etc…), your health, and the family of course. In one word you were my connection with Iceland, and you did all that with such kindness, though I was aware your situation was difficult. But you never mentioned that, and instead, you were asking news about my own problems… I read one of your messages of november 2021, you were telling me, despite bad medical exams that you were going to “Keep on fighting”. You were so strong Munda min. And fun : this year you also wrote to me (with a big smiley) : “your big bro got 50, even though he thinks he is 25 forever” You will be young, bright, kind and in our heart forever Munda min. Héðinn Mancini
Takk fyrir allt og allt Munda
Í dag, máudaginn 7.nóvember verður Munda okkar jarðsungin. ♥
Elsku Munda vinkona
Við heilsumst og kveðjumst. Kynnumst nýju fólki á lífsins vegi. Sumt af þessu fólki finnur maður strax að maður á samleið með, líður vel í nálægð þess og traust og dýrmæt vinátta myndast. Þannig var það þegar ég kynntist Mundu minni á blakæfingu hjá Aftureldingu. Við æfðum saman, kepptum saman, fórum saman á blakmót, fórum saman í skemmtiferð til Spánar, horfðum saman á blak og áttum saman góðar stundir.
Kveðja
Elsku besta Munda
Mundína Ásdís Kristinsdóttir – minning
„Áfram og upp“. Þetta var mantran hennar Mundu frænku minnar. „Áfram og upp“. Þegar ég horfi til baka, þá á ég svo auðvelt með að sjá þennan þráð í gegnum allt hennar líf: „Áfram og upp“.
Hinsta kveðja til Mundu
Elsku Munda,
Fjallakveðja til Mundu frá Rassblómunum
Haustið 2001 var stofnaður Haustgönguhópur sjúkraþjálfunardeildarinnar á Reykjalundi að frumkvæði ævintýraglaðra sjúkraþjálfara. Ári seinna eða 2002 kom Munda með í sína fyrstu ferð og lét sig ekki vanta í eina einustu eftir það enda eins og hún sagði að þá elskaði hún að vera á fjöllum. Frá byrjun var hún einstakur ferðafélagi og frá fyrstu tíð kom hún sterk inn í undirbúning ferðanna. Fljótlega var formlegur undirbúningshópur til sem fékk nafnið „Rassblómin“ og í þeim hópi voru Mundína, Arnbjörg og Sif sem allar voru sjúkraþjálfarar á Reykjalundi og áhugasamar um ævintýri á fjöllum. Hópurinn var með eindæmum duglegur og rassakastaðist í gleði yfir verkefnum á meðan Íris fararstjóri fékk svigrúm til að leita uppi skemmtilegar gönguleiðir. Frá upphafi var markmið hópsins að fara ótroðnar slóðir og Munda sagði svo réttilega að hópurinn væri stikufælinn. Mundína tók fljótt við gjaldkerastörfum og gegndi því starfi til ársins 2022 er hún afhenti það verkefni formlega til hinna Rassblómanna. Mundína sinnti þessum hópi með eindæmum vel. Hún sá m.a. um samskipti við fjallabílstjórana þau Jóa og Eydísi sem hafa fylgt hópnum frá upphafi. Munda og Eydís sáu um að bílarnir voru fullir af gæðagrænmeti frá Flúðum og einnig ýtti hún við fararstjórum þegar á þurfti að halda. Hún tók þátt í innkaupum vegna ferðanna og lét hvergi sitt eftir liggja. Í ferðunum var hún alltaf með auga á samferðafólkinu sínu og sérstaklega þeim sem voru nýliðar í ferðinni. Hún gætti þess að enginn drægist aftur úr og var alltaf tilbúin að miðla og gefa af sér. Hún lét vita ef of hratt var farið eða ef taka þurfti pásu og sinnti oft því hlutverki ásamt Árna hennar Írisar að vera aftasti maður sem kallað er að vera hrærekur. Ferðin 2022 var á heimaslóðum Mundu og síðasta máltíð helgarinnar var á hennar ættaróðali, að Kleifum í Ólafsfirði. Því miður leyfði heilsa Mundu ekki beina þátttöku í þessari ferð en hún tók fullan þátt í undirbúningi, fylgdist með framgangi ferðar úr fjarska og var sannarlega með okkur í anda.
Meistari Munda
Elsku Mundan okkar er farin á vit nýrra ævintýra á allt öðrum og óþekktum slóðum. Eins og allir vita sem þekktu Mundu, þá hafði hún áhrif á alla þá sem hún umgekkst og það á svo sannarlega við um mig. Við kepptum saman í blaki og strandblaki og alltaf var það Munda sem var með hlutina á hreinu. Hún var fæddur leiðtogi innan vallar sem utan og ein mesta baráttukona sem ég hef komist í kynni við. Stundum var staðan í blakleikjunum ekki vænleg, en þá var það oftar en ekki Munda, sem bjargaði bolta úr gólfi eða sandi á einhvern ótrúlegan hátt - glotti lítillega og öskraði okkur svo í gang. Utan vallar var Munda ómissandi á svo margan hátt. Hún var eftirsóttur fararstjóri og fór sem sjúkraþjálfari í fjölda landsliðsferða bæði með blakliðum og skíðafólki. Hún fór á nokkra Ólympíuleika og var alltaf tilbúin að miðla af sinni fjölþættu reynslu. Hún var næm á líðan fólks og íþróttafólkið okkar sem hún sem sjúkraþjálfari sinnti af svo mikilli natni fékk ekki bara nudd og tape heldur líka hvatningu og eignaðist vin. Því umfram allt var Munda vinur og ekkert er betra en hvatning góðs vinar. Munda hafði einlægan áhuga á íþróttum og málefnum íþróttahreyfingarinnar á Íslandi. Síðustu árin fórum við í bíltúra og ræddum mikið þetta sameiginlega áhugamál okkar. Sérstaklega var Mundu umhugað um jafnrétti innan íþróttahreyfingarinnar. Hún var rökföst og fljót að setja sig inn í málin og koma með tillögur að úrbótum. Hún kom reyndar ekki bara með tillögur, heldur gekk hún í málin, hafði samband við fólk, miðlaði og kom málum í farveg. Barátta Mundu og þrautseigja í veikindum hennar var aðdáunarverð. Með húmornum og gleðinni tókst henni að fá fólkið í kringum sig til að brosa og trúa því að nú tækju við betri tímar. Þess vegna ætla ég ekki að gráta af því að því er lokið, heldur að brosa af því að það gerðist. Þangað til næst Íslandsmeistari, María Ingimundardóttir
Elsku Munda
Ég man fyrst eftir Mundu í einni af fyrstu landsliðsferðunum mínum. Þær áttu eftir að verða ansi margar ferðirnar saman, bæði með landsliðinu og Aftureldingu. Munda var líklega besti ferðafélagi sem hægt var að hafa. Ef upp komu vandamál var hún alltaf fyrst til að bregðast við og græja hlutina. En þannig var hún Munda almennt, gekk í verkin og lét sig málin varða, baráttukona innan vallar sem utan og hugsaði vel um sitt fólk. Vann oft þessa “bak við tjöldin” vinnu sem var svo ómetanleg og ég og fleiri kunnum svo innilega að meta.
Kveðja frá litlu systur
Elsku Munda í dag er 50 ára afmælisdagurinn þinn. Við ætluðum að fagna honum saman því markmið þitt var alltaf að ná að verða fimmtug. En í staðinn sit ég hérna og skrifa um þig minningarorð.