no image

Fylgja minningarsíðu

María Elísabet Proppé Steinarsdóttir

Fylgja minningarsíðu

9. október 1972 - 23. ágúst 2024

Andlátstilkynning

Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, dóttir, systir, mágkona, frænka og vinkona lést á líknardeild Landspítalans þann 23. ágúst.

Útför

5. september 2024 - kl. 13:00

Útför hefur farið fram.

Hlekkur á streymi
Sálmaskrá
Aðstandendur

Styrmir Bolli Kristjánsson, Sædís Enja Proppé Styrmisdóttir, Markús Andersen, Hugborg Daney Proppé Styrmisdóttir, Steinar Guðmundsson, Þórir Proppé Steinarsson, Ólöf Ása Þorbergsdóttir, Elva Rut Antonsdóttir, Karen Ósk Þórisdóttir, Hanna Fanney Proppé Steinarsdóttir, Ari Jóhann Sigurðsson, Eva Lind Guðmundsdóttir, Þórey Ísafold Magnúsdóttir,Steinþór Logi Magnússon Ásta Berglind Proppé Steinarsdóttir, Óðinn Þór Proppé Ingason, Freyja Líf Proppé Valbergsdóttir, frændsystkyni og vinir.

Þakkir

Við fjölskyldan viljum þakka starfsfólki Heru, Heimahjúkrun og á líknardeild Landspítalans fyrir ómetanlega aðstoð og umhyggju í gegnum veikindi Maríu.

Minningarsjóður Líknardeildar og Heru
Kæra vinkona

Í dag kveðjum við æskuvinkonu okkar elsku Maju frá Flateyri.

no image
Frænka með meiru <3

Elsku Mæja, eða Mæja pæja eins og við krakkarnir kölluðum þig. Hvernig á maður að skrifa allt sem maður hugsar eða langar að segja. Ég er ekkert sérstaklega góður penni og ekki þekkt fyrir að vera formleg eða tjáningarglöð á netinu en fékk bara þessa löngun til að reyna koma tilfinningum mínum í orð. Kannski er það bara mín leið til að díla við þetta allt saman og skrifa til þín hvað ég myndi segja við þig ef ég fengi annað tækifæri. Mikið er lífið ósanngjarnt. Ég mun aldrei skilja hvers vegna við fengum ekki meiri tíma með þér en ég veit að sá tími sem ég átti með þér var fullur af gleði, hlátri og ást. Þegar ég sé eitthvað fyndið myndband á instagram er ég alltaf á leiðinni að senda þér það….kannski ég geri það bara samt. Mikið sem þín verður saknað. Þú varst allger skellibjalla og gleðigjafi, gafst geggjuð knús og varst hreinskilin. Með smitandi hlátur og með húmorinn í lagi. Meira að segja alveg í lokin á þínum veikindum var húmorinn í lagi sem lýsir þér svo vel. Ég er þakklát fyrir þig og líka þakklát fyrir það hvað þú sýndir börnunum mínum mikla ást og eftirtekt, þannig varstu. Við krakkarnir skoðum myndir af þér og Fanndís bendir og segir Mæja Pæja. Hafþór skilur ekki alveg dauðann en spurði samt sem áður hvort að einhver myndi nú ekki sinna henni Ýlfu. Ég sagði honum að hún væri í góðum málum. Ég mun halda áfram að sýna þeim myndir af þér, tala um þig og halda minningu þinni lifandi. Ég skal líka vera til staðar fyrir Styrmi, Sædísi og Hugborgu. Hrikalega var erfitt að kveðja þig í dag en fallegt á sama tíma. Ég bið að heilsa Nínu ömmu, ég veit að hún tekur á móti þér. Þangað til næst. Þín litla frænka, Karen Ósk. Elsku fallega Mæja frænka með meiru með yndislegt hjarta húmorinn svarta og brosið þitt bjarta. Kveð þig með trega og tárum en gleðst yfir öllu þeim árum sem fengust með þér ávalt með stað í hjarta mér

Elsku systir

Elsku Maja systir, með erfiðismunum kveð ég þig og kvaddi í gær, í fallegri útfӧr sem margir sögðu við mig að hefði verið falleg og allgjörlega í þínum anda.

Elsku María Elísabet

Mig langar að minnast Maríu Elísabetar, Maríu með milda og ljúfa brosið og hennar góðu nærveru. Æskuvinkona Fríðu dóttur minnar alla hennar ævi og eftir að hún lést að hringja og tékka á hvernig ég hefði það. Þú varðst heimagangur hjá okkur fjölskyldunni. Komst hlaupandi heim úr skólanum með Fríðu, hlæjandi og pískrandi saman inni í herbergi. Yfirtókuð stofuna, bjugguð til hús undir borðstofuborðinu og lékuð ykkur, hlupuð út að leika og bönnuðu mér að hreyfa við "húsinu þeirra", þær kæmu aftur. Og unglingsárin. Allar vinkonurnar komnar saman hjá Fríðu að punta sig fyrir framan spegilinn. Þú elsku María lágvaxnari en hinar að reyna að finna blett til að spegla sig. Þegar út í lífið var komið fylgdist ég með þér hjá Fríðu því þó stundum væri langt á milli ykkar þá varð vináttan alltaf varðveitt. En vegir okkar lágu aftur saman 1995 þegar við unnum saman á öldrunarstofnun Flateyrar. Við kynntumst á annan máta sem samstarfsfélagar og urðum góðir vinir. Seinna á lífsins leið varstu að vinna við öldrunarþjónustu og varst þá meðal annars að sinna mömmu. Afskaplega var hún ánægð með þig, og svo hjálpaðir þú okkur af gæsku þinni að klippa mömmu og passa upp á að hún væri fín. Hún var jú amma hennar Fríðu. Dóttir þín Sædís Enja og barnabarnið mitt Ása Hrönn urðu síðan góðar vinkonur, já lífið heldur áfram með tengingarnar við þig elsku María Elísabet. Ég er svolítið eigingjörn að finnast ég eiga smá í þér. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Styrmir, Sædís Enja, Hugborg Daney, Markús og Steinar, systkini og fjölskyldur, innilegar samúðarkveðjur. Elín Halldóra.