no image

Fylgja minningarsíðu

Lóa Sigurveig Gunnarsdóttir

Fylgja minningarsíðu

18. janúar 1941 - 4. mars 2022

Andlátstilkynning

Elsku eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma, tengdaamma og langamma lést á Landspítala Háskólasjúkrahúsi að morgni 4.mars.

Útför

15. mars 2022 - kl. 15:00

Útför hefur farið fram.

Hlekkur á streymi
Aðstandendur

Ástríkur eiginmaður, börn, tengdabörn, barnabörn, tengdabarnabörn og barnabarnabörn.

Vinkona og mágkona mín

Það er svo margs að minnast þegar hugsað er til Lóu. Hún lifði lífinu lifandi og var óhrædd við að taka að sér hin ýmsu verkefni og leysti þau með glæsibrag. Hún var mikill drifkraftur í öllu sem hún tók sér fyrir hendur, hvort heldur voru stórveislur eða ættarmót. Hún var alltaf fremst í flokki og foringi í hópnum, alltaf til í að hjálpa. Hún lifði viðburðaríku lífi og var hrókur alls fagnaðar, létt í lund og mikill gleðigjafi.

no image
Sigurveig Gunnarsdóttir (Lóa)

Lóa mágkona og eiginkona Birgis bróðurs kemur inn í fjölskylduna árið 1966-7? Þá þegar verður ljóst að hún á eftir að verða ein af okkur. Hún ólst upp í stórri fjölskyldu og kemur inn í enn stærri fjölskyldu. Það kunni hún að meta. Strax takast með okkur góð kynni, ég unglingurinn og hún ung kona, kærasta bróður mínns. Þarna er hún að læra til þjóns og lýkur því með prýði stuttu seinna. Lóa átti fyrir tvö börn Sigurveigu og Hjört og fylgdi Sigurveig henni í sambandið.

Kveðja frá Elvu

Hjartans Lóan mín.

Lóa Sigurveig Gunnarsdóttir

Glæsileg, dugleg, kát, úrræðagóð og hæfileikarík.

Elsku mamma

Svo margar minningar enda höfum við brallað margt saman. Öll tjaldferðalögin í æsku, ferðirnar norður í Arnarnes, líflegt heimilið þar sem allir voru velkomnir og góði maturinn sem þú eldaðir. Síðan komu Vestfirðir inn í líf þitt og þá var ekki aftur snúið, fyrst Vatnsfjörðurinn og síðar Súðavíkin. Vestfirðirnir áttu hjarta þitt og þar leið þér vel. Þér leið reyndar alls staðar vel og varst snillingur í að láta öðrum líða vel í kringum þig. Fallegur dúkur, kerti, góður matur, rauðvín og spjall í góðum félagsskap, það tengi ég sterkt við þig. Jafnvel einum bolla hvolft og lesið í spennandi og bjarta framtíð.

no image
Elsku amma Lóa

Þakklæti er með efst í huga núna þegar ég hugsa til baka og rifja upp minningar okkar saman. Minningarnar eru svo ótal margar. Faðmlag þitt var einstaklega hlýtt og gott og fullt af ást. Að kúra á milli ykkur afa í gamla daga var einstakt og voru það ófá skiptin sem þú rifjaðir upp með mér hversu notalegt þér þótti að hafa mig á milli ykkar. Þér fannst heldur aldrei neitt mál að hafa mig í eftirdragi alveg saman hversu lítil ég var og fékk ég meira að segja eins einkennisklæðnað og stelpurnar í Flókalundi. Sagan að því þegar ég fékk að fara fram í borðsal í einkennisbúningnum með ís fyrir viðskiptavin er ein af mínum uppáhalds sögum sem við rifjuðum upp mjög reglulega enda einstaklega krúttlegt þegar ég stoppaði í smiðjum salnum og sleikti ísinn sem var ætlaður viðskiptavini. Ég var svo 14 ára þegar ég fékk að spreyta mig í uppvaksinu í Lóuhreiðri í fyrsta skipti og vann þar öll sumur og helgar eftir það eða alveg þangað til þú seldir Lóuhreiður árið 2001 eða í 5 ár. Í Lóuhreiðri öðlaðist ég ómetanlega reynslu sem hefur svo sannarlega nýst mér í leik og starfi æ síðan.

Minning.

Fyrir nokkrum vikum var ég að vinna í Rauðakross verslun þegar æskuvinkona mín Lóa kom þar inn ásamt Birgi manninum sínum, það var gaman að spjalla við þau og Lóa var hressileg eins og hún var vön, þótt hún segðist hafa verið veik að undanförnu. En erindið i búðina var að athuga með hlut sem hún hafði glatað og sem hún taldi að hefði komið í Rauða krossinn.

no image
Elsku amma Lóa.

Mér líður eins og ég sé ennþá litla, ljóshærða, bosmilda stelpan sem skoppaði um gólfin heima hjá ömmu og afa niðri. Fékk að máta perlur, skartgripi og pelsa og lét lakka á mér táneglurnar.

no image