no image

Fylgja minningarsíðu

Laufey Pálsdóttir

Fylgja minningarsíðu

2. ágúst 1921 - 25. maí 2016

Útför

Útför hefur farið fram.

Laufey Pálsdóttir

Þann 25. maí dó yndislega langamma mín, eða amma Laufey eins og ég kalla hana. Þú náðir 94 ára aldri. Ég hef aldrei hitt manneskju sem hafði svo mikinn vilja eins og þú hafðir. Þú gerðir það sem þú vildir, sagðir það sem þú vildir og lést engan stoppa þig. Þú varst ótrúlegur persónuleiki sem ég lærði mikið af. Ég lærði t.d. að menn eiga að vera feitir, að það er gott að borða kartöfluflögur með jarðarberjajógúrti og að ég verð einhvern tíma að prófa að dýfa frönskum kartöflum í kaffi. En eitt sem ég virkilega hef lært af þér, elsku amma Laufey, er að maður verður aldrei of gamall til að fara í búðir og versla. Ég gleymi þér aldrei.

Laufey Pálsdóttir

Laufey Páls, tengdamóðir mín, er látin. Það eru í kringum 50 ár síðan ég kom í fjölskylduna og fór alltaf einstaklega vel á með okkur, hún var lítrík kona og fór ekki troðnar slóðir.

Laufey Pálsdóttir

Elsku amma Laufey, takk fyrir allt sem þú hefur gefið okkur og gert fyrir okkur. Þú varst sérstök amma sem við vorum stolt af og gátum með stolti og gleði talað um við alla. Já, amma Laufey fór sínar eigin leiðir í lífinu og var svona „kúl“ amma eins og sumir vinir okkar sögðu við okkur. Þegar við vorum lítil dansaði hún við okkur, sat myrkranna á milli og saumaði föt sem mann langaði í og svo sagði hún okkur sögur frá „den tid“ á Siglufirði. Amma Laufey fór í ferðalög til útlanda og fór í búðir til að skemmta sér. Það var ekki ósjaldan sem maður fór í búðir með ömmu og þá var úthald ömmu miklu meira en okkar, hún gat alltaf farið í eina búð í viðbót.

Laufey Pálsdóttir

Frá því að við vorum litlar hefur okkar litríka amma Laufey heimsótt okkur í Malmö og minningarnar eru kærar. Amma elskaði að fara í búðir, að labba um meðal fólks og að drekka kaffi niðri í bæ. Og það var einmitt það sem við gerðum þegar hún kíkti í heimsókn.