no image

Fylgja minningarsíðu

Lárus Þórðarson

Fylgja minningarsíðu

3. júlí 1942 - 31. maí 2022

Andlátstilkynning

Elskulegur pabbi okkar, tengdapabbi, afi og langafi, Lárus Þórðarson, lést í faðmi ástvina á heimili sínu, þriðjudaginn 31. maí 2022.

Útför

Útför fer fram í kyrrþey.

Aðstandendur

Steinunn Ásta Lárusdóttir, Jóhannes Jensson, Guðjón Ýmir Lárusson, Sigrún Anna Þórisdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

Þakkir

Fjölskyldan þakka auðsýnda samúð og vinarhug. Einnig vill hún þakka starfsfólki Hamra fyrir góða umönnun og auðsýnda umhyggju.

Í minningu vinar

Andlát vina og ættingja koma alltaf á óvart, jafnvel þó búist hafi verið við því um tíma. Þá opnast augu manns fyrir því að dauðinn er endanlegur og einstaklingurinn endanlega horfinn eftirlifandi jarðvistarbúum. Þannig varð mér við þegar ég frétti andlát vinar míns Lárusar frá Grund í Svínadal. Þó fann ég fyrir feginleika fyrir hans hönd að vera laus úr viðjum fötlunar og sjúkleika til fjölda ára.