no image

Fylgja minningarsíðu

Kolbrún Lára Mýrdal

Fylgja minningarsíðu

12. júní 1963 - 8. apríl 2024

Andlátstilkynning

Kona mín og móðir okkar, Kolbrún Lára Mýrdal lést að heimili sínu, Svarfhóli Reykhólasveit, þann 8. apríl s.l.

Útför

21. apríl 2024 - kl. 13:00

Útför hefur farið fram.

Sálmaskrá
Aðstandendur

Sveinn Ragnarsson, Ingibjörg Lára Þorskfjörð Sveinsdóttir, Þuríður Signý Friðriksdóttir og fjölskyldur.

Kolbrún Lára Mýrdal

Elsku hjartans besta vinkona mín, nú ertu farin frá okkur og stórt skarð komið í okkar hjörtu, minningarnar eru svo margar, við kynntumst þegar þú komst 10 ára gömul dugnaðar hnáta í sveit í Garpsdal, okkar vinskapur hefur halldist síðan, ég á þér mikið að þakka fallega sál alla hittingana, góðar móttökur á heimilinu þínu sem alltaf var opið fyrir okkur, og varst alltaf tilbúin ef erfitt var, takk fyrir allan léttleikann þinn, allan kærleikan og aðstoðina uppfrá, blóma sendingarnar á afmælisdögum mínum, við áttum margar góðar stundir saman spiluð yatsí líka á spil eins og enginn væri morgundagurinn. Veiðitúrarnir okkar voru þó nokkrir þó engin væri veiðin, Kerlingaferðin til Berlínar með góðum hóp það var mjög gama, við ferðumst saman Selvogshringinn og heimsóttum yndislegan einbúa, við komum meira að segja körlunum okkar með vestfjarðarhringinn, og þið gætuðu okkur á jéppanum ykkar um fjöll og fyrnindi, Reykjavíkur ferðirnar þínar voru alltaf tilhlökkun hjá mér,, þú vissir alltaf hvar best var að versla föt á mig,, Ég gæti haldið endalaust áfram , það er svo margs að minnast elskan mín takk fyrir allt, missirinn er svo mikill og sár. Hvíldu í friði okkar hjartahlýja vinkona. Samúðarveðjur til ykkar allra kæra fjölskylda

Kolbrún Lára Mýrdal

Það verður tómlegt að mæta í Handverksfélagið Össu hér í vor án Kollu. Það var alltaf mikið tilhlökkunarefni hjá okkur systrum að koma og taka þátt í þessari starfssemi og vera í návist hennar sem einkenndist af gleði og hlýju. Það var mikil hvatning fyrir okkur að fá skilaboð frá henni um að varan frá okkur væri seld, sem leiddi til þess að við fórum og keyptum meiri lopa. Hún lagði sig alla fram við að taka einstaklega vel á móti ferðalöngum og blanda geði og fræða þá um staðhætti hér. Einnig var hún dugleg að halda okkur borgarbúum upplýstum um veðurfar hér í fallegu sveitinni okkar allt árið um kring.

Kolla frænka

Fyrir mörgum árum lá ég með lokuð augun í hugleiðslu og leiðbeinandinn bað mig um að ímynda mér stað þar sem mér liði vel, hvort sem hann væri til í alvörunni eða ímyndaður. Ég sá fyrir mér að ég lægi úti á túni í sveitinni hjá Kollu frænku; hlý sól, ferskt loft; ilmur af nýslegnu grasi og umfram allt, friður. Síðan hef ég oft gripið til þessarar myndar þegar ég þarf að finna innri ró.

Kveðja frá vinum

Mikið er sárt að kveðja sveitungana sína allt of snemma fyrst Möggu á Gróustöðum, síðan Sóley í Arnórshúsi og nú Kolbrúnu Láru allar alltof ungar til að fara í sumarlandið. Kolla var yndisleg kona hennar helsti styrkleiki var geðprýði alltaf með bros á vör vildi allt gera fyrir aðra. Sannkölluð búkona elskaði kindurnar sínar á Brekku mikið áttu hún góða granna þar, sem hýstu kindurnar hennar og deildu þau saman yndi sínu á kindum. Elda,baka,gera bjúgur, setja niður kartöflur og annað til að draga björg í bú var Kollu mikilvægt. Fjölskyldan alltaf í fyrsta sæti hjá henni. Kletturinn hennar í veikindunum Sveinn studdi Kollu alla daga og nætur. Dæturnar og fjölskyldur þeirra eiga góðar minningar um Kollu á Svarfhóli svo og við hin líka,hennar verður sárt saknað.

Í dag fylgjum við kærri Vínkonu síðasta spölin

Hugur okkar er hjá fjölskildunni að Svarfhóli. Það er mikill missir af manneskju og mannvin eins og Kollu hún skilur eftir sig stórt skarð meðal fjölskildu og vina. Okkar náni vinskapur við Kollu byrjaði með kindunum, það var svo stutt að fara milli bæja eftir að þau Svenni frændi flytja að Svarfhóli og mikilvægt að börnin kynnist dýrunum. Þegar búið var að reka inn á haustin kom hún með stelpurnar og þá yngstu á handleggnum hana Ingu frænku, og seinna barnabörnin. Hún kom upphaflega með tvær kindur að Litlu-Brekku sem urðu að fleirum og að endingu var Kolla komin með starfstitilinn Bústjórinn enda með þeim röggsamari. hennar verður sárt saknað