Fylgja minningarsíðu
Kolbrún Ásta Jóhannsdóttir
Fylgja minningarsíðu
4. september 1938 - 23. apríl 2022
Útför
Útför hefur farið fram.
Elsku amma
Hvernig er best að segja bless við ömmu sína? Það er eitthvað sem er búið að vera í huga mínum síðan að ég fékk fréttirnar að Amma Kolla væri dáinn. Hún hafði verið heilsuveil síðustu árin svo maður vissi að þetta gæti gerst, en maður er þó aldrei undirbúinn undir þetta.
Elsku “langa” amma
Amma, þú varst ein af þeim bestu manneskjum sem ég fékk þann heiður að þekkja og læra af. Ég hef hugsað síðustu ár hversu heppin ég er að hafa náð tvítugsaldri og ennþá átt langaömmu og langaafa, síðustu árin spjölluðum við mikið saman í síma og ég mun muna þau símtöl í langan tíma. Èg man sérstaklega eftir því að þu sagðir mér aftur og aftur hvað þu værir stolt af mér fyrir það að vera í skóla og að hafa náð að kaupa mér íbúð og mér þótti ótrúlega vænt um það. Þú varst nú ekki hávaxnasta manneskjan og þu grínaðist alltaf með að þu værir ekkert langamma því þu værir svo lágvaxinn. Með sorg í hjarta og uppfull af þakklæti skrifa ég þetta en samt sem áður mjög þakklát að þú sért ekki lengur að þjást. Minning þín mun lifa❤️