no image

Fylgja minningarsíðu

Kjartan Heiðberg Björgvinsson

Fylgja minningarsíðu

6. janúar 1940 - 28. apríl 2023

Andlátstilkynning

Lést á hjúkrunarheimilinu Fossahlíð á Seyðisfirði föstudaginn 28.apríl eftir baráttu við krabbamein.

Útför

Útför hefur farið fram.

Sálmaskrá
Aðstandendur

Eiginkona: María Guðný Guðmundsdóttir Börn: Guðrún Kjartansdóttir, Guðmundur Bergur Kjartansson, Örn Heiðberg Kjartansson. Barnabörn og barnabarnabörn.

Kjartan Heiðberg Björgvinsson

Ég var nýbúinn að bóka flug austur á Seyðisfjörð þegar ég fékk þær sorglegu fregnir að elsku Kjartan væri búinn að kveðja okkur. Ég náði því miður ekki í tæka tíð austur til að hitta hann. Mikið langaði mig til að heilsa upp á hann og fá að segja hvað ég væri honum þakklátur. Þegar maður eldist þá sér maður betur hvaða einstaklingar móta mann og í mínum huga er Kjartan klárlega einn af þeim enda hafði hann mikil áhrif á uppvaxtarár mín á Seyðisfirði.