Fylgja minningarsíðu
Jónas Jónsson Hagan
Fylgja minningarsíðu
21. apríl 1900 - 17. apríl 1989
Útför
Útför hefur farið fram.
Elsku afi
Í dag verður jarðsunginn frá Húsavíkurkirkju elskulegur afi minn, Jónas Jónsson Hagan. Mig langar til að minnast hans meðnokkrum orðum um leið og ég þakka honum allt það góða sem hann gaf mér í lífinu. Afi Jónas fæddist á Stöng í Mývatnssveit í apríl 1900 og var því vorsins barn, bjartsýnn og léttur í lund. Afi ólst upp í Mývatnssveit og þar liggja sporin hans mörg um sveitina hans fallegu sem alltaf var efst í huga hans hvar sem hann fór. Afi byrjaði ungur að keyra vörubíla og keyrði lengst af flutningabíla fyrir Kaupfélag Þingeyinga á Húsavík. Það voru margar ferðirnar sem ég fór með afa á milli Húsavíkur og Reykjavíkur þegar ég var stelpa og allt framá unglingsár. Þá kynntist ég landinu mínu vel og lærði þá landafræði sem ég hef aldrei gleymt. Afi vissi nöfn á öllu sem fyrir augu bar, bæjum, hólum, hæðum, ám og fjöllum og var duglegur að miðla okkur sem með honum ferðuðumst af þekkingu sinni. Afi var vel þekktur á þessari leið og átti þar marga góða vini og alltaf var hann tilbúinn að gera öllum greiða ef hann gat. Afi hafði þann sið að ganga með stráhatt og ég veit að það eru margir sem muna eftir gráhærða, brosmilda kallinum með stráhattinn.
Höf. Sveinn Skorri Höskuldsson
Jónas Jónsson Hagan Mikið undur er tíminn. Mikið undur er hugur mannsins. Sumar stundir visna, fölna, hverfa í náttsvart djúp gleymskunnar. Aðrar stundir vaxa, blómgast, standa í æ bjartara ljósi sem lengra líður. 21. apríl sl. heyrði ég auglýsta útför gamals manns norður á Húsavík, Jónasar Jónssonar Hagans bifreiðastjóra. Hann var einmitt fæddur þennan sama mánaðardag, 21. apríl 1900, Mývetningur.