no image

Fylgja minningarsíðu

Jóhanna Þorbergsdóttir

Fylgja minningarsíðu

21. apríl 1940 - 12. janúar 2022

Andlátstilkynning

Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma, langamma og kær vinkona, Jóhanna Þorbergsdóttir, lést á Landspítalanum við Hringbraut þann 12.janúar.

Útför

Útför hefur farið fram.

Hlekkur á streymi
Sálmaskrá
Aðstandendur

Jón Óli Gíslason, Níels Ólason, Hrafnhildur Pálsd., Óli Jóhann Níelsson, Guðrún P. Jónsd., Hafdís Svava Níelsdóttir, Gunnar J. Gunnarss., Barbara Ármannsdóttir og barnabarnabörn

Þakkir

Aðstandendur þakka auðsýnda samúð og vinahug. Þakkir færum við þeim fjölmörgu sem minnst hafa Jóhönnu. Við hvetjum þá sem vilja minnast hennar með minningargrein að nota þessa síðu

Amma mín, svo hjartahlý

Elsku hjartans amma mín, sorgin er óbærileg. Tíminn hefur staðið í stað og þegar ég hugsa til þess að þú sért farin þá verð ég sorgmædd og hrædd, svo berskjölduð gagnvart tilfinningum mínum. Missirinn er mikill og sárt að hugsa til þess að fá ekki að tala við þig og knúsa þig aftur. Því þú ert mér svo kær elsku amma og átt svo rótgróinn stað í hjarta mínu. Þú ólst mig upp að nokkru leiti og kenndir mér svo margt.

no image
Æviágrip

Jóhanna Þorbergsdóttir fæddist 21.apríl 1940 á Neðra-Núpi í Miðfirði. Hún lést á Landspítalanum í Reykjavík 12.janúar 2022

Kær tengdamóðir

Þegar ég hóf samband við Níels eiginmann minn var ég svo heppin að fá með honum yndislega tengdamóður sem tók á móti mér og dætrum mínum með opnum örmum og veitti okkur mikinn kærleik og hlýju sem við erum afskaplega þakklátar fyrir.

no image
Kær vinkona

Jóhanna, mín kæra og besta vinkona er horfin yfir í draumalandið.

Yndisleg og hjartahlý amma, með svo hlýtt og gott faðmlag sem ég mun aldrei gleyma.

Við systur vorum svo heppnar að græða auka ömmu fyrir um 20 árum. Jóhanna tók okkur strax með opnum örmum og ég mun alltaf muna eftir hlýju faðmlögunum hennar, þau voru einstök.

Yndisleg amma

Jóhanna amma var yndisleg kona. Svo hlý og glöð. Hún var alltaf svo góð við mig, alveg eins og Nilli ❤

Bjó til bestu sviðasulta sem ég hef smakkað

Fyrsta minningin mín af Jóhönnu var um áramót f þegar ég var 21 árs og kom heim frá Bandaríkjunum til að vera um jól og áramót.

Jóhanna Þorbergsdóttir – minningarorð Guðspjall Matt. 5.1-8.

Náð sé með yður og friður frá honum sem var og er og verður. Amen.