no image

Fylgja minningarsíðu

Hreinn Bergsveinsson

Fylgja minningarsíðu

6. júlí 1934 - 17. október 2024

Andlátstilkynning

https://www.google.com/url?sa=i&url=https%3A%2F%2Fwww.mbl.is%2Fandlat%2Ftilkynning%2Fi%2F41674%2F&psig=AOvVaw1KLuRnvPJxP8eHpYu6jyPT&ust=1730461190868000&source=images&cd=vfe&opi=89

Útför

Útför hefur farið fram.

Aðstandendur

Valgerður Pálsdóttir Páll Hreinsson Bryndís Hreinsdóttir Hilmar Sighvatsson Nanna Hreinsdóttir Gísli Björgvinsson Bergljót Hreinsdóttir Magnús Möller Hreinn Valgerðar Hreinsson Halldóra Dýrleifar Gunnarsd. Árni Hjörvar, Torfi Geir, Diljá, Bryndís, Andri,Björn Valgeir, Daði Már, Heiðrún María, Hallgerður Guðrún, Bergþóra.

Heimsins besti pabbi.

Elsku hjart­ans upp­á­hald­spabb­inn minn hef­ur nú kvatt okk­ur að sinni. Eft­ir stutt en snörp veik­indi sem hann tæklaði með heiðri og sóma gaf lík­am­inn sig og krabba­meinið sigraði. Ég vakti yfir hon­um tvær dýr­mæt­ar næt­ur og fékk að verða aft­ur litla stelp­an hans um stund, halda í hönd­ina sem hef­ur leitt mig gegn­um lífið og styrkt mig, verndað og leiðbeint af kær­leik og hlýju og gafst þar með tæki­færi til að gefa hon­um ör­lítið til baka. Fyr­ir það er ég enda­laust þakk­lát.

Elsku Tengdapabbi

Lífs­ins fley

Afi

Afi. Besti afi.

Afi minn

Skyr með nóg af sykri, ristað brauð með sultu og svo spiluðum við ól­sen-ól­sen áður en afi fór niður í geymslu og sótti berjatín­urn­ar og þotið var í berja­mó.

Elsku hjartans afi minn

Elsku hjart­ans afi minn, nú ertu kom­inn í sum­ar­landið góða. Það verður skrítið að koma til ykk­ar ömmu, fá ekki afa­knús og heyra þig segja „ertu kom­in elsku Bryn­dís­in mín“ og lauma lófa mín­um í þinn.

Afi Hreinn

Afi Hreinn.

Kveðja

Saga okkar er samofin lífi Hreins eða Hreins og Vallýjar öllu heldur því þessi samrýndu hjón voru alltaf saman og gjarnan nefnd í sömu andránni. Allt frá því við munum eftir okkur og reyndar fyrr hefst sameiginleg saga okkar en við fæðingu þess yngra af okkur, þegar móðir okkar lá á fæðingardeildinni fyrir um 68 árum, dvaldi sá eldri okkar, þriggja vetra, hjá Hreini og Vallý, – þau ung og barnlaus. Sögur fara af þessari dvöl en hún reyndist þó ekki hafa latt ungu hjónin til barneigna því þau eignuðust fimm mannvæn börn. Faðir okkar og Hreinn voru bræður og Hreinn og Vallý voru nánustu vinir foreldra okkar og samskipti þeirra alltaf mikil og góð allt þar til foreldrar okkar féllu frá. Þau hjón voru þátttakendur í lífi okkar bræðra, allra þriggja. Fyrir það verður seint nógsamlega þakkað.