Fylgja minningarsíðu
Hjalti Þór Bergsson
Fylgja minningarsíðu
26. mars 1978 - 27. nóvember 2023
Þakkir
Fjölskyldan þakkar auðsýnda samúð.
Elsku besti bróðir minn!
Elsku Hjalti minn, elsku besti vinur, jafnvægið og Kletturinn minn!
Góða ferð, minn kæri!
Ég átti því láni að fagna í lífinu að kynnast Hjalta Þór Bergssyni sem mági og vini. Við áttum ýmislegt sameiginlegt þótt ólíkir værum um margt. Það kemur strax upp í hugann hvað hann var viðræðugóður og vel að sér um marga hluti. Best var að ná Hjalta á spjall í fámenni eða undir fjögur augu því fjölmenni var honum lítið að skapi, nema það væru fótboltaleikir og þá gat hann hangið með tugum þúsunda.
Hinsta kveðja
Hjartahlýr, væntumþykja, þakklæti, réttsýnn,góður, húmor, stríðin, opinn, stór persónuleiki.
Í minningu Hjalta Þórs
Veturinn 1978 stækkaði stórfjölskyldan um tvær litlar persónur þegar systur mínar þær Ásdís og Anna Dóra eignuðust börn með mánaða millibili, Erla Rut fæddist í febrúar og Hjalti Þór í mars. Þau voru óaðskiljanleg mest alla sína barnæsku og mjög oft var talað um þau eins og þau væru ein persóna.
Minningarorð
Þeir sem guðirnir elska deyja ungir.
Þú fórst alltof fljótt
Með sorg í hjarta kveð eg Hjalta Þór frænda minn í dag. Eg kynntist Hjalta ekkert að ráði fyrr en hann varð fullorðinn enda 11 árum yngri og við hittumst aðallega i jólaboðum hjá ömmu og afa á öldunni og svo stundum heima en ég ,man eftir honum sem skemmtilegum fallegum strák en eftir að hann varð fullorðinn áttum við oft löng og skemmtileg samtöl enda var hann með skemmtilegri og fróðari mönnum sem eg hef kynnst. Við ræddum oft pólitík og heimsins mál og sammála um flest (nema enska boltann)😄 enda bæði seinþreytt til vandræða ,en gátum samt verið ósammála stundum en rifumst aldrei. Hjalti var góður vinnuveitandi og aldrei neitt mál hjá honum ef Oddur þurfti frí eða eitthvað annað,en eg veit það varð ennþá meira púsluspil hjá honum að koma þessu öllu saman og mikil vinna var það fyrir enda skildi eg aldrei hvernig hann fór að þessu með allar þessar skipakomur og aukaskip en hann var snillingur. Eg gæti sjálfsagt skrifað endalaust en stoppa hér. Elsku frændi við hittumst síðar og höldum afram að spjalla. Elsku Lena ,Aron Bergur,Ari Brynjar, Bergur og Ásdís, Árný og fjölskylda mínar innilegustu samúðarkveðjur ❤️ Berglind