no image

Fylgja minningarsíðu

Heiðar Kristjánsson

Fylgja minningarsíðu

26. janúar 1939 - 23. september 2019

Útför

Útför hefur farið fram.

Faðir minn Heiðar og ég

Fallinn er nú frá Heiðar bóndi frá Hæli faðir minn. Ég segi bóndi, því þvílíkur ástríðubóndi var hann í sinni búskapartíð að annað eins hefur varla sést. Það er merkileg ævi sem hann og hans kynslóð Íslendinga lifði. Fæddur rétt fyrir seinni heimstyrjöld í janúar 1939, í fátæku landi undir danskri krúnu þar sem enn þekktist að sumir hefðu varla nóg að borða. Á tímum þar sem hjónaskilnaðir tíðkuðust ekki hjá óhamingjusömum hjónum eins og foreldrum hans, á tímum þar sem var ekkert rafmagn, varla vegir og örfáir bílar. En samt tímar þar sem nútíminn var að fara af stað, steinhús voru farin að rísa til sveita, helstu ár voru brúaðar og fólk sem hafði skólagöngu á bakinu sem taldist í mánuðum frekar en árum var farið að drekka í sig fróðleik úr útvarpinu.