no image

Fylgja minningarsíðu

Gylfi Gígja

Fylgja minningarsíðu

9. júní 1936 - 26. mars 2005

Útför

Útför hefur farið fram.

Pabbi

Í dag, 26 mars 2015 eru nákvæmlega 10 ár síðan faðir minn Gylfi Gígja kvaddi þennan heim. Hann hafði lengi barist við illkynja krabbamein sem hafði sigur að lokum. Hann varð aðeins 68 ára gamall. Hugurinn hvarflar til baka, faðir minn átti ekki alltaf auðvelda daga, en kom mörgu góðu í verk , en öðru ekki. Á tímabili misstum við sjónar hvor á öðrum en náðum aftur saman sem betur fer.