no image

Fylgja minningarsíðu

Gunnar Unnsteinn Magnússon Cederborg

Fylgja minningarsíðu

10. maí 2019 - 24. maí 2023

Andlátstilkynning

Okkar ástkæri sonur, bróðir, barnabarn, barnabarnabarn og frændi Gunnar Unnsteinn Magnússon Cederborg lést þann 24. maí.

Útför

5. júní 2023 - kl. 13:00

Útför hans fer fram frá Grafarvogskirkju mánudaginn 5. júní klukkan 13:00. Þeir sem vilja minnast hans er bent á styrktarreikning Kt. 250694-2539 Reikningsnr. 0370-13-016992

Aðstandendur

Lilja Eivor Gunnarsdóttir Cederborg Magnús Björgvin Sigurðsson Pálmar Örn Magnússon Cederborg Maria Cederborg Enrique Canales Gunnar Eugenius Randversson Unnur Dís Skaptadóttir Jónína Valgarðsdóttir Sigurður Pálmar Sigfússon Tore Cederborg Eivor Cederborg Mörður Moli Gunnarsson Ottesen Linus Orri Gunnarsson Cederborg Ragnheiður Benediktsdóttir Hermann Ágúst Canales Esmeralda Aldís Canales Rosalía Hanna Canales Cederborg Guðný Margrét Sigurðardóttir Valgarður Sigurðsson Sigfús Örn Sigurðsson

Frá öllum í Brákarborg

Leikskólafólk eru sérfræðingar í orðum. Við kunnum sérstaklega vel að setja orð á hluti og athafnir, útskýra fyrir öðrum á einfaldan og auðskilin hátt. Við erum frábær í skilja og lesa í allskonar aðstæður. 

Frá Mormor og Tata

Kära, kära, kära mormorsunge Hur ska vi morföräldrar kunna skriva en minnesruna över sitt 4-åriga barnbarn? Tanken är ju omöjlig. Vi skriver på våra egna språk för där finns hjärtats ord.   Vilken lycka att få detta underbara barn till låns! Hjärtat blev större genom att se honom växa och utvecklas. Att se föräldrarna ta hand om sitt barn med sån självklar kunskap og lycka var underbart och stort. Minnena trängs i huvudet och alla härliga ögonblick gör sig påminda. Varje besök var en fest! Det började alltid med att Gunnar Unnsteinn bad om ägg, gärna innan ytterkläderna åkte av. Sedan kaviarbröd. Fanns det inte fick man varsågod hoppa ut i affären och skaffa förnödenheterna. Han ville alltid komma med på alla upptåg och utflykter, och helst med sin stora kusin Huldar som han dyrkade. Klättra upp i trädkojan, hoppa på studsmattann, rulla i gräset och spela fotboll var skojigt. Det var också roligt att gå ner till stranden och kasta sten i vattnet. Hans fantastiskt smittande skratt flög över vattnet.  Gunnar Unnsteinn älskade att ha det „cosy“. Att sitta och titta på barnprogram var kul, men mycket bättre om mormor eller tata satt bredvid. Han gillade t.o.m fotboll bara för att då satt tata under filten med honom.

no image
Til elsku vinar okkar, Gunnars Unnsteins

Yndislegi, félagslyndi, glaði og góði Gunnar Unnsteinn.

no image
Elsku besti Gunni okkar.

Þú varst einstakur. Besta barn sem hægt var að hugsa sér, það vita allir sem voru svo heppnir að umgangast þig. Þú varst svo skemmtilegur, fyndinn og trúr sjálfum þér. Þú varst hjartahlýr og sýndir alltaf öllum mildi. Það var svo gott að vera umvafinn nærveru þinni. Það var alltaf gaman að leika við þig því þú varst svo uppátækjasamur og hugmyndaríkur. Þú varst framúrskarandi vinur, rétt eins og mamma þín. Takk fyrir að vera besti vinur Ragnars Boga. Takk fyrir að gefa honum svona mörg knús alltaf þegar þið hittust og kvöddust og leiða hann í ferðalögum. Það var svo sætt. Við mömmurnar gáfum alltaf hvor annarri auga og gátum ekki hætt að hlæja að þessum krúttlegheitum. Þið vinirnir lékuð ykkur svo fallega saman og sýnduð alltaf hvor öðrum virðingu, sem mér þótti svo aðdáunarvert því þið voruð bara litlir strákar. Takk fyrir allar sundferðirnar, leikhúsferðirnar, bókasafnsferðirnar og ferðirnar í Rush og fjölskylduland. Það var alltaf svo gaman með þér. Og takk fyrir að kenna okkur leikinn Hver er undir teppinu, hann var í miklu uppáhaldi. Svo var algjört sport að vera heima hjá hvor öðrum að leika. Hvolpasveitarturninn var vinsæll hjá ykkur og kúlubrautin hjá okkur. Þið voruð bara tveggja og þriggja ára og voruð alltaf að gefa hvor öðrum ’thumbs up’ og brosa svo breitt hvor til annars. Hversu sætt. Ragnar Bogi talar áfram svo fallega um þig og ég lofa að halda áfram að minnast þín um ókomin ár. Við fjölskyldan lofum að passa upp á mömmu þína og pabba. Við lofum líka að leika mikið við Pálmar Örn, litla bróður þinn, og kenna honum allt sem þú kenndir okkur. Takk fyrir breiðu brosin, samveruna og ástina.

no image
Elsku fallegi Gunni minn

Elsku fallegi Gunnar Unnsteinn minn. Það eru enginn orð sem geta lýst söknuðinum og sorginni sem þú skilur eftir þig elsku fallegi demantur. Þú varst ljúfasta barn í heimi, alltaf svo kátur og glaður. Ég er svo þakklát fyrir allar stundirnar sem við áttum saman sem allar einkenndust á hlátri og eintómri skemmtun. 

no image
Til elsku Gunna okkar

Elsku fallegi Gunnar Unnsteinn okkar. 

no image
En hälsning från Sverige

Älskade Gunnar!

no image
Frá Rosalíu frænku

Elsku besti Gunni minn. Ég sakna þín og veit ekki hvað ég á að gera við mig. Þú kvaddir okkur allt of snemma. 

Gunni besti frændi

Elsku hjartans Gunni okkar, það er svo sárt að fá ekki að vera meira með þér. Það var svo gaman hjá okkur í alls kyns ævintýrum og erfitt að átta sig á að þau verða ekki fleiri. Alltaf þegar við hugsum til þín sjáum við geislandi brosið þitt og við getum ekki annað en brosað líka og verið þakklát fyrir allar dásamlegu stundirnar sem við áttum saman. Heitir pottar og vatnsbyssur, frisbígolf og bíóferðir, pizzapartý og kósí, lúgan heima og smjördollan, Soffía frænka og Kamilla litla, krummaspilið, trampólín og finna liti.

no image
Til elsku fallega Gunnars Unnsteins

Elsku Gunnar Unnsteinn, litli frændi minn. Það er svo sárt að hafa ekki fengið meiri tíma með þér. Ég finn fyrir reiði og sorg, þetta er svo ósanngjarnt. Ég er með samviskubit að hafa búið í útlöndum alla þína stuttu ævi og að hafa ekki hitt þig eins oft og ég hefði viljað. En ég var ekkert að stressa mig á því þar sem ég var viss um að við ættum nægan tíma eftir, bara ef ég vissi. Ég skil ekki afhverju þú varst tekinn svona snemma frá okkur, afhverju þú?

no image
Við munum elska þig að eilífu Gunni okkar <3

Það er þyngra en tárum taki að elsku besti, fallegi og lífsglaði Gunni okkar sé látinn. Gunni var brosmildur sólargeisli með hlátur sem yljaði manni um hjartarætur. Kímni og glettni einkenndi eðlisfar hans og var gleði við völd þegar við frændsystkinin hittumst. Gunna fannst gaman að fara í vatnsbyssustríð í pottinum og á pallinum, hafa það notalegt yfir misgáfulegu sjónvarpsefni og borða Bugles, fara í boltaleik og hlusta á tónlist, enda var hann með betri tónlistarsmekk en við öll til samans. Síðastliðið sumar fórum við í fjöruferð og komum öll rennandi blaut, útötuð í grasi, til baka. Okkar litli maður hafði tekið með sér vatnsbyssu og voru óp frændsystkinanna eintóm hvatning til þess að bleyta þau enn frekar. Á leiðinni heim stakk Gunni upp á því að velta sér niður langa brekku og þurfti ekki mikið til að sannfæra hópinn. Herlegheitin enduðu þannig að forsprakkinn var borinn heim uppgefinn en hlæjandi. Margar af okkar uppáhalds og bestu minningum eru með elsku Gunna og okkur systkinunum þykir ótrúlega ósanngjarnt og sárt að hann sé farinn frá okkur öllum. Við söknum Gunna litla ákaft og það verður afskaplega erfitt án hans. Uppáhalds, fallegi, litli frændi okkar mun ávallt vera í hjörtum okkar og minni. Það er svo ljúft að hugsa til Gunna og yndislegu ævintýranna okkar saman.

no image