no image

Fylgja minningarsíðu

Guðrún Helga Arnarsdóttir

Fylgja minningarsíðu

15. júlí 1964 - 16. maí 2003

Útför

Útför hefur farið fram.

Minning um systur

Einhver mín fyrsta minning eru bleikar legghlífar. Eða minna þær en það hversu ótrúlega smart þær voru á Guðrúnu Helgu. Svo smart að ég gat ekki setið á mér að læðast inn í herbergi til hennar og stelast til að máta. Til þess eins að uppgötva að þær voru ekki nándar nærri jafn stælí á mér. Eins man ég eftir mér sitjandi ofan í rúmfatakistu hennar japlandi á Kókópöffsi sem hún faldi þar. Það var nú samt dálítið biturt bragð af góðgætinu því auðvitað vissi ég vel að hún hefði safnað sér fyrir þessari dásemd og vildi fá að njóta, þó ekki væri nema þessa, í friði fyrir okkur yngri systkinum. Mig minnir líka að hún hafi orðið ansi reið þegar hún fann mig.