no image

Fylgja minningarsíðu

Guðgeir Matthíasson

Fylgja minningarsíðu

14. desember 1940 - 15. febrúar 2022

Andlátstilkynning

Guðgeir Matthíasson frá Vinaminni (Guggi Matt frá Akurey) Lést á hjúkrunarheimili Hraunbúða í faðmi fjölskyldunnar, þriðjudaginn 15.febrúar.

Útför

25. febrúar 2022 - kl. 13:00

Guðgeir verður jarðsettur frá Landakirkju Vestmannaeyja þann 25.febrúar kl 13:00 Þeir sem vilja minnast hans bent á Hollvinasamtök Hraunbúða, 0582-26-200200, kt.420317-0770.

Aðstandendur

Eiginkona Lovísa Sigurðardóttir f.02.11.41,og uppkomin börn þau eru Inga Ragna f.30.05.59,d.19.05.17, Unnur f.23.02.61, Emilía 21.02.63 og Sigurður Karl 24.05.77.

Góða ferð

Dagurinn í dag var jafn erfiður og veðrið var vont en um leið yndislegur þegar sólin skein á ný um kl 16:30, þetta var jú hann afi minn að kveðja í öllu sínu veldi og komin á staðinn, sumarlandið. Að hafa fengið tæp 42.ár með afa eins þér er ólýsanlegt og ég get ekki lýst því hversu lánsöm ég er. Allar minningarnar sem ég á eru ómetanlegar og alls ekki ófáar elsku afi minn. Ég var dekur rófa frá fæðingu enda eina stelpan og grey Siggi fékk nú smá að gjalda fyrir það, nú jú þangað til hann snéri því heldur betur við hehehe. Koma í Akurey og sníkja pening úr krukkunni góðu, fá smá nammi þegar þú komst úr siglingu, draugasögurnar, kjallaradraugurinn, kóngulóatennurnar sem gerðu allt vitlaust hjá krökkunum,hjálpa til með sýningarnar þínar, skutlin út á hraun til að stela steinum eða teikna upp smá útlínur fyrir listina þína, símtölin, hláturinn, bíltúrarnir og búðaferðirnar okkar og allltaf lengri leiðin heim, en ekki hvað, jú við þurftum að ræða málin. Gugga genin, ég verð að minnast á þau, það á allt að gerast í gær og þú heldur betur dreifst þetta af strax og helst í gær akkurat eins og þér einum er lagið, dagurinn í dag var einmitt í anda þínum og hann var fullkominn og hefði ekki mátt breyta neinu þrátt fyrir veðurofsan sem þú örugglega hafðir áhrif á og stóðst fyrir, þú varst greinilega ekki alveg til í að sleppa okkur svona auðveldlega, jú við tókum pásu á loka sprettinum, og þurftum að vinna veðrið á okkar band og loksins þegar það tókst, þá sló niður eldingu, kom brjáluð rigning og vindurinn jókst, en á þinn hvíldarstað fórstu og lést svo sólina skína korteri seinna. Svo örugglega glottir þú og hlóst af okkur þá alveg eins og þér einum var lagið. Þetta voru þín lokaorð til okkar og þessi verða mín til þín.