Fylgja minningarsíðu
Erlingur Páll Bergþórsson
Fylgja minningarsíðu
15. janúar 1975 - 29. júlí 2019
Útför
Útför hefur farið fram.
Elsku Elli okkar
Nú hefur þú fengið hvíld eftir að hafa háð hetjulega baráttu alla þína tíð við veikindi sem mörkuðu líf þitt frá barnæsku. Þú ert laus undan þeirri áþján og ert umvafinn ljósi, kærleika og birtu. Líf þitt var ekki dans á rósum og oft reyndi vel á æðruleysi þitt og umburðarlyndi þegar sjúkdómurinn setti þér skorður. Við munum ætíð minnast þeirra yndislegu stunda sem við áttum með þér. Þessar stundir eru okkur svo kærar og sefa þá hryggð sem í brjósti okkar býr við brotthvarf þitt.
Bless Elli Palli
Aðfaranótt 29. júlí kvaddi Erlingur Páll, bróðir minn, þetta líf. Líf sem var ekki auðvelt, en hann barðist vel og mikið. Hann barðist fyrir tilverurétti sínum í samfélagi sem vildi ekki hann. Hvers vegna vildi þetta samfélag hann ekki, af hverju var hann útskúfaður? Jú, því hann var ekki eins og flestir. Frá barnæsku barðist hann við flogaveiki á hæsta stigi. Sjúkdóm sem þú sérð ekki utan á manni. Sjúkdóm sem hræðir alla sem verða vitni að honum í reynd.
Elli Palli
Elli Palli var algjör hetja, hann var mjög veikur af flogaveiki. Hann barðist fyrir réttindum sínum og oft var sú barátta erfið en hann gafst aldrei upp. Nú líður honum vonandi vel, laus við öll flog og fylgikvilla þeirra.
Elsku frændi minn
Með trega í hjarta rita ég örlitla kveðju til þín elsku Elli Palli minn. Þótt lífshlaupið þitt hafi ekki verið langt þá markaðir þú dýpri spor í hjarta okkar en orð fá lýst. Minningar sem aldrei gleymast.
Erlingur Páll
Allt eins og blómstrið eina upp vex á sléttri grund fagurt með frjóvgun hreina fyrst um dags morgunstund, á snöggu augabragði af skorið verður fljótt, lit og blöð niður lagði, líf mannlegt endar skjótt. (Hallgrímur Pétursson)