no image

Fylgja minningarsíðu

Elísabet Eva Káradóttir

Fylgja minningarsíðu

30. janúar 2003 - 5. ágúst 2022

Andlátstilkynning

Elsku dóttir okkar lést 5.ágúst.

Útför

18. ágúst 2022 - kl. 15:00

Útför fer fram frá Fossvogskirkju, fimmtudaginn 18.ágúst kl.15

Aðstandendur

Kári Róman Svavarsson og Natalía Blómey Valdimarsdóttir

Til Lizu

Elsku Liza mín. Ég man svo vel eftir deginum sem þú fæddist. Nánasta vinkona mín var að fara eignast sitt fyrsta barn og ég var svo spennt! Svo spennt að ég kom að hitta þig á fæðingardeildina. Þú varst svo yndisleg, lítil sæt og krumpuð eins og ungabörn eru. Þetta var gleðidagur og örlagaríkur dagur þar sem þú breyti lífinu foreldra þína. Þú gafst þeim hamingju stundir og mjög krefjandi stundir. Ég fylgdist með þér vaxa og þroskast í 19 ár og á eftir að sakna þín elsku stelpa. Mér leið aldrei jafn falleg en þegar ég kom í heimsókn til þín. Þú sparaðir ekki hrósin og þau voru svo innileg. Ég veit að ég er ekki ein um þetta. Þú kannt svo sannarlega að hrósa öðrum. Ég á eftir að sakna djúpu augnaráði þínu og vökulu augunum þínum og skrítinna spurninga. Þú varst svo einstök. Eftir að sakna að koma í afmæli til þín og sjá þig ljóma af kátínu og hamingju þegar þú fékkst gjafir (sérstaklega ef það er ný dúkka ) og hitti spari klædda gesti. Og foreldrar þínir héldu virkilega flottar afmælisveislur. Já þú elskaðir veislur, gjafir og gleði stundir með þínu fólki. Ég er heppin að hafa kynnst þér. Hvíldu í friði mín kæra. Þín vinkona, Rosana

no image
Minningarorð frá Hólabergi

Elsku Lísa, þú áttir þér sérstakan stað í hjörtum okkar allra í Hólabergi. Þú komst fyrst til okkar vorið 2016 þá þrettán ára unglings stúlka. Hlýja og góðvild einkenndi þig í allri framkomu, viðkvæm varst með stórt hjarta. Nú hlýja allar góðu minningarnar um þig og allt sem þú gafst okkur með nærveru þinni. Öll höfum við málað með þér myndir og hlustað á tónlist. Við sungum mikið enda varst þú mikill söngfugl. Á kvöldin drukkum við te fyrir háttinn, spjölluðum um dúkkur og hvað gera átti í vikunni sem þú dvaldir hjá okkur. Þú hafðir einstakt lag á að koma óskum þínum á framfæri. Efst á vinsældarlistanum var að fara í Góða Hirðinn eða búð að skoða og jafnvel kaupa dúkku. Margt var brallað á þeim tíma sem þú varst hjá okkur og voru þær ekki ófáar ferðirnar sem við fórum saman í bíó,sund,í húsdýragarðinn,á kaffihús og bæjarferðir. Á næturnar komst þú oftast fram til að athuga með okkur og við leiddum þig inn í rúm og breiddum yfir þig,klöppuðum létt á bakið og óskuðum þér góða nótt. En nú við hinstu hvílu segjum við hvíl í fríði elsku Lísa.

no image
Lisa

Ég man þegar ég kom í fyrsta skiptið inn í leikskólann Lyngheimar í Grafarvogi. Þarna var ég, frekar nýútskrifaður úr kennaranáminu og sótti um starf á leikskóla. Mig vantaði vinnu og mig langaði að kenna. Leikskólastjórinn tók á móti mér og hughreysti mig og eftir að hafa sýnt mér húsnæðið sagði hún "Ég er hérna með stelpu sem vantar smá hjálp, þú ert alveg manneskjan í það." Rétt að segja viss ég ekki hvernig hún sá þetta í mér en þar sem mig langaði í vinnuna svaraði ég bara "Já, ef þú heldur það, ég er alveg tilbúin."

no image
Elísabet Eva Káradóttir

Með sorg í hjarta kveðjum við yndislega stúlku, fyrrverandi nemanda okkar í Klettaskóla. Sagt er að við lifum bara einu sinni en hið rétta er að við deyjum bara einu sinni en lifum áfram í hugum ættingja og vina.

no image
Til Lísu

Ég kynntist Lísu fyrst þegar hún byrjaði hjá okkur í Hinu Húsinu haustið 2019. Það er með sorg og trega í hjarta sem ég kveð Lísu vinkonu mína í hinsta sinn. Lísa var frábær karakter sem setti svip sinn á frítímastarf fatlaðra í Hinu Húsinu. Ég man sérstaklega vel eftir fyrsta samtali okkar Lísu. Hún spurði mig hvað ég hafði átt margar dúkkur þegar ég var lítil, á þessu augnabliki vissi ég að ég þyrfti að fara í geymsluna mína og finna gömlu dúkkurnar mínar. Daginn eftir kom ég með þær í vinnuna og það mátti sjá blik og gleði í augum Lísu. Dúkkurnar mínar hafa því verið í góðum höndum sl. 3 ár hér í Hinu Húsinu hjá Lísu minni. Lísa snerti við hjörtum allra þeirra sem hún hitti og munu minningar hennar lifa í hjörtum okkar um ókomin ár. Ég kveð nú vinkonu mína með textabroti úr lagi sem við sungum reglulega saman.

no image
Elsku Lísa

Ég var dagmamma systur þinnar Önnu Gloríu , en þú komst oft með að sækja hana með mömmu þinni eða pabba, þú vildir skoða mikið og spyrja, Varst alltaf kát og stutt í fallega bros þitt. Þótt ég þekkti þig ekki mikið þá þótti mér alltaf vænt um þegar þú komst heim til okkar og spjallaði mikið við mig og spurðir spurninga .