Fylgja minningarsíðu
Brynjar Elís Ákason
Fylgja minningarsíðu
4. apríl 1992 - 13. janúar 2025
Andlátstilkynning
Ástkær eiginmaður minn, sonur, bróðir, tengdasonur, mágur og frændi; Brynjar Elís Ákason lést 13.janúar sl.
Útför
31. janúar 2025 - kl. 13:00
Útför frá Glerárkirkju á Akureyri 31.janúar kl 13
Aðstandendur
Helga Þórsdóttir Bryndís Karlsdóttir Fjóla Ákadóttir og Gísli Arnar Guðmundsson Sóley Ákadóttir og Hannes Bjarni Hannesson Lilja Ákadóttir og Jón Pétur Indriðason Þór Jónsson og Ásta Björg Pálmadóttir Svala Aðalsteinsdóttir Pálmi Þórsson og Kristín Hermannsdóttir & systrabörn
Elsku Brynjar minn
Elsku hjartans Brynjar Elís minn.
Minning
Heyr drottinn hjartans mál,
Nokkur orð að lokum...
Skyndilegt fráfall Brynjars vinar okkar Eyrúnar var reiðarslag fyrir alla þá sem hann þekktu. Örfáum dögum fyrr hafði hann setið í einu af fjölmörgum matarboðum hér á Skeljagranda. Fyrirkomulag þeirra var nokkuð þægilegt. Við buðum Helgu og Brynjari í mat og Brynjar eldaði. Brynjar var raunvísindamaður. Fæddur með stærðfræðina í blóðinu og hugsaði í tölum. Hann sagðist einu sinni hafa fengið skammir í menntaskóla þegar hann átti að greina ljóð. Þær jöfnur urðu ógreinilegar. En matseldin var á mörkum listar og raunvísinda. Hann var góður kokkur. „Ég er með mælinn með mér,“ skrifaði hann mér rétt áður en hann mætti í síðasta matarboðið. Eðlilega hafði hann keyrt með kjöthitamælinn landshorna á milli. Ég hafði grínast í honum að matseldin væri ekki ástríða hjá honum heldur fyrst og fremst gagnaöflun, þar sem kjöthitamælirinn hafði veigameira hlutverk en salt og pipar.
Elsku vinur ♥︎
Það er erfitt að ná utan um kaldan raunveruleikann. Orð fá ekki lýst hve sárt mér þykir að þurfa að kveðja þig en ég vil fá að þakka þér fyrir allt nú þegar við fylgjum þér síðasta spölinn.
Ég man þig, elsku vinur 💙
Þung spor voru tekin í gær þegar Binni minn var borinn til grafar. Líkt og öllum var kunnugt sem til hans þekkja var Brynjar einstaklega vel gerður maður og mikið ljúfmenni.
Kveðja frá Gísla
Það er erfitt að finna réttu orðin þegar maður kveður einstakan dreng eins og Brynjar mág minn. Sannkallaður lífskúnstner sem elskaði rautt og góða steik. Hann var líka stærðfræðiséní, og átti létt með að leysa flóknustu þrautir. Hann var húmoristi af guðs náð, með glettið bros og hnyttin tilsvör sem létu alla í kringum hann hlæja.Brynjar var víðsýnn með opinn huga og hann hafði næmt auga fyrir því sem skipti máli, hann sá heiminn í skýrari mynd en flestir og var óhræddur við að rökræða allt á milli himins og jarðar – oft með kímni sem létti á öllu.Hann átti sér áhugamál, við árbakkann með veiðistöng í hendi þar fann hann friðinn, þar var hann í sínu rétta umhverfi, hann var afar útsjónarsamur stangveiðimaður. Brynjar var einstakur – gáfaður, fyndinn, skarpur og hlýr. Við sem nutum félagsskapar hans eigum ótal minningar sem fylla hjörtu okkar með þakklæti og söknuði. Hann skildi eftir sig spor sem hverfa ekki, því snilligáfa hans, gleðin og góðmennskan lifa áfram í hugum okkar.
Kveðja frá Kára og Dísu
Þar sem englarnir syngja sefur þú Sefur í djúpinu væra Við hin sem lifum, lifum í trú Að ljósið bjarta skæra Veki þig með sól að morgni Veki þig með sól að morgni Drottinn minn faðir lífsins ljós Lát náð þína skína svo blíða Minn styrkur þú ert, mín lífsins rós Tak burt minn myrka kvíða Þú vekur hann með sól að morgni Þú vekur hann með sól að morgni Faðir minn láttu lífsins sól Lýsa upp sorgmætt hjarta Hjá þér ég finn frið og skjól Láttu svo ljósið þitt bjarta Vekja hann með sól að morgni Vekja hann með sól að morgni Drottinn minn réttu sorgmæddri sál Svala líknarhönd Og slökk þú hjartans harmabál Slít sundur dauðans bönd Svo vaknar hann með sól að morgni Svo vaknar hann með sól að morgni Farðu í friði vinur minn kæri Faðirinn mun þig geyma Um aldur og ævi þú verður mér nær Aldrei ég skal gleyma Svo vöknum við með sól að morgni Svo vöknum við með sól að morgni Höf: Bubbi Morthens.
Kveðja frá Svölu
Elsku Brynjar minn, eða Excel-maðurinn okkar eins og við vorum vön að gantast með. Ég sé þig svo ljóslifandi fyrir mér daginn fyrir brúðkaupsdaginn ykkar Helgu síðasta sumar þegar við lögðum á borð og skreyttum salinn með Excel-skjalið þitt uppi á skjávarpanum sem sá til þess að allt væri samkvæmt áætlun og ekkert gleymdist, enda hugsaðir þú alltaf fyrir öllu.
Kveðja frá Pálma
Kæri Brynjar.
Kveðja frá KS
Það er með miklum söknuði og trega sem við kveðjum í dag vinnufélaga og góðan dreng, hann Brynjar Elís Ákason. Fyrir það fyrsta var hann ekki bara frábær samstarfsfélagi heldur var hann líka skemmtilegur og drengur góður.
Kveðja frá Bergrúnu
Við Brynjar Elís kynntumst í þriðja bekk í Menntaskólanum á Akureyri, hann á eðlisfræðibraut og ég á félagsfræðibraut. Það var alltaf gott að vera í kringum Brynjar og hann var vinmargur í menntaskólanum. Við tvö gátum rætt um alla heima og geima, og tengdumst saman í tónlistaráhuga, en við vorum líka bæði sérstaklega forvitin um fólk og flestar okkar samræður snerust um fólk og mannlegt eðli.
Kveðja frá Auði
Elsku Brynjar
Kveðja frá Aðalbjörgu og Teiti
Við kynntumst Brynjari á fyrstu námsárum okkar og Helgu í læknisfræði. Okkur kom strax vel saman og varð Brynjar fljótt góður vinur okkar, ekki síður en Helga.
Kveðja frá 4.X
Elsku Brynjar.
Kveðja frá Freysteini og fjölskyldu
Að byrja í grunnskóla er stór áfangi í lífi hvers barns. Freysteinn, eldri sonur okkar, byrjaði í grunnskóla haustið 1998 og nánast frá fyrsta degi hófst vinátta hans við strákinn í næsta húsi, Brynjar Elís. Þrátt fyrir að við hefðum búið hlið við hlið frá fæðingu þeirra höfðu þeir ekki leikið sér saman fyrr, voru ekki á sama leikskóla og höfðu ekki tengst í útileikjum. Skemmst er frá að segja að þessi vinátta varð til þess að Brynjar varð nánast daglegur gestur á okkar heimili og næstum eins og einn af fjölskyldunni. Þrátt fyrir að Brynjar hafi verið slæmur í fótum sem barn var hann í fótbolta með Freysteini alla daga og þeir brölluðu margt saman. Vinátta þeirra var einstaklega falleg og ég man aldrei eftir að þeim hafi orðið sundurorða. Þeir voru alltaf tveir saman þar til leiðir skildi þegar þeir fóru hvor í sinn framhaldsskólann. Eftir það hafa samskipti okkar fjölskyldunnar við Brynjar Elís ekki verið mikil en við höfum fylgst með honum úr fjarlægð.
Kveðja frá Kristjáni
Ég kynntist Brynjari sem polla þegar við Fjóla vorum að rugla saman reitum. Fyrstu kynni okkar voru í Borgarsíðunni, þegar Bryndís kom heim með Sóleyju, Lilju og Brynjar eftir heimsókn þeirra á Nípá. Lítill og ljúfur drengur faldi sig bak við móður sína og virti mig fyrir sér – þennan nýjan vin systur sinnar. Ég man þetta eins og það hefði gerst í gær. Brynjar minnti mig á lítinn, krúttlegan bjarnarhún með stóru, fallegu augun sín. Þegar hann brosti til mín vingjarnlega, fannst mér eins og hann hefði gefið mér grænt ljós og tekið mig í sátt. Við Brynjar urðum strax miklir vinir. Hann var einstaklega ljúfur og góður drengur, laus við alla stæla og tilgerð – einfaldlega maður að mínu skapi. Ekki skemmdi fyrir að hann hélt með Manchester United og við horfðum saman á ófáa leiki. Hann sagði mér að „Djörk“ væri sinn uppáhaldsleikmaður og sameinaði þannig á sinn skemmtilega hátt nafn Dwight Yorke í eitt. Mér er sérstaklega minnisstætt þegar ég fór á leik í Manchester og Bryndís bað mig að kaupa Man Utd búning á Brynjar í jólagjöf. Ég man lítið eftir leiknum sjálfum en mun betur eftir leitinni að finna réttu stærðina á Brynjar og gleðinni yfir þessari jólagjöf hans. Ég á líka ljúfa minningu úr Borgarsíðunni þegar Brynjar vantaði smá hvatningu til að hefjast handa við heimalærdóminn. Amma Solla bað mig að sitja með honum og hjálpa honum aðeins með stærðfræðina. Við sátum saman við eldhúsborðið og þetta var lítið mál fyrir hann – hann áttaði sig fljótt á hlutunum og var alveg með þetta. Ég grínaðist síðar með að amma Solla og ég hefðum lagt grunninn að frábærum námsferli hans með þessari gæðastund. Það var afar ánægjulegt og kom manni ekki á óvart þegar maður fékk fréttir af því þegar Brynjar fékk verðlaun fyrir góðan námsárangur, hvort sem það var í Síðuskóla eða í sínu háskólanámi. Seinna hittumst við aftur í Borgarsíðunni, þegar ég kom með foreldrum mínum að sækja kassa sem Bryndís hafði geymt fyrir foreldra mína. Þá hafði kappinn heldur betur vaxið og var orðinn nánast maður, þótt hann væri enn í Síðuskóla. Ég sagði honum að það sæist langar leiðir að hann væri ættaður frá Nípá og hann brosti út að eyrum – greinilega stoltur af uppruna sínum. Þegar ég hitti hann síðar, meðan hann var í Háskólanum, grínaðist ég með að enginn myndi trúa því að ég hefði einhvern tíma unnið hann í gamni slag. Þá kom skemmtilegt glott á okkar mann og hann hló. Brynjar var einstakt ljúfmenni sem ég minnist með mikilli hlýju og kærleik. Ég á bara góðar minningar um þennan góða og hlýja dreng og fyrir þær er ég þakklátur. Hugur minn er hjá fjölskyldu Brynjars; Bryndísi, Fjólu, Sóleyju, Lilju og Helgu. Megi minningarnar um Brynjar veita ykkur styrk og huggun á þessum erfiðu tímum. Þótt hann sé horfinn okkur of snemma, mun hlýja hans, góðmennska og gleði lifa áfram með okkur. Blessuð sé minning Brynjars.