no image

Fylgja minningarsíðu

Brynja Einarsdóttir

Fylgja minningarsíðu

12. september 1942 - 18. nóvember 2016

Útför

Útför hefur farið fram.

Kveðja frá syni

Móðir mín, Brynja Einarsdóttir, lést 18. nóvember eftir baráttu við krabbamein. Þremur árum áður lést faðir minn, Örnólfur Þorleifsson, úr sama sjúkdómi. Margar minningar eiga eftir að ylja mér um hjartarætur það sem eftir er. Að eignast vini í foreldrum sínum þegar maður er orðinn fullorðinn finnst mér dýrmætt. Þegar þau veiktust bæði fyrir tíu árum ákváðum við að rækta samband okkar reglulega, þó það hafi verið gott fyrir. Við hittumst alltaf einu sinni í viku að lágmarki og töluðum um allt og ekkert, en ekki var það síst samveran sem skipti máli.

Kveðja frá bróður

„Hver segir Sigga litla í sama rómi og þú?“ Þetta er lína úr sorglegu ljóði sem hún Brynja systir mín samdi fallegt lag við þegar hún var unglingur.

Kveðja frá Magnúsi frænda

Við lát Brynju frænku minnar er margs að minnast. Við vorum systrabörn, hún nokkuð eldri en ég. Fyrstu minningar henni tengdar ná aftur til uppvaxtarára minna á Naustum við Akureyri er hún kom í heimsókn þegar hún var í verknámi í hjúkrun norðan heiða. Þessi kynni eru hugstæð og þau áttu eftir að verða meiri. Brynja var glæsileg kona, hafði einstaklega fágaða framkomu, látlausa en um leið hispurslausa. Hún hafði góða nærveru. Við störfuðum um tíma saman á Sjúkrahúsi Akraness eins og það hét þá. Hún hafði góða fagþekkingu og mörgu að miðla sem varð að veganesti í starfi mínu til framtíðar. Það er bæði ljúft og skylt að þakka. Brynja frænka mín hafði marga strengi á sinni fiðlu. Hún var listræn, málaði, samdi ljóð, sönglög og lék á gítar. Í ljóðabók hennar, sem ber heitið Sólarlag, er að finna hugrenningar sem bera vitni um djúpa íhugun um lífið og tilveruna en líka góðan húmor sem hún átti nóg af.

Kveðja frá Hansínu

Þegar fyrstu köldu norðanvindarnir á þessu hausti gengu yfir landið okkar, kvaddi elskuleg æskuvinkona mín þennan heim eftir erfið veikindi. Ég kynntist Brynju fyrst þegar hún flutti frá Siglufirði og varð sessunautur minn í Barnaskólanum á Akranesi. Okkur kom strax vel saman og vorum bestu vinkonur. Við lærðum að hekla og prjóna og vorum alltaf að búa eitthvað til, gamla saumavélin hennar mömmu var óspart notuð og man ég vel eftir rauðum pilsum úr riffluðu flaueli sem við saumuðum. Við vildum vera svipað klæddar og áttum alveg eins fermingarkápur. Ljúf æskuárin liðu í alls kyns uppákomum og skemmtilegheitum

Kveðja frá Hollsystrum

Nú legg ég augun aftur,

Kveðja frá Önnu Þórdísi Bjarnadóttur

Brennd og ber með bólgna hvarma, belgdan maga.