no image

Fylgja minningarsíðu

Bjarki Júlíusson

Fylgja minningarsíðu

30. apríl 1956 - 8. maí 2023

Andlátstilkynning

Ástkær sambýlismaður, faðir, tengdafaðir og afi, Bjarki Júlíusson, lést á líknardeild Landspítalans 8. maí. Útförin fer fram frá Bústaðarkirkju 17. maí kl. 13:00.

Útför

17. maí 2023 - kl. 13:00

Útförin fer fram frá Bústaðarkirkju 17. maí kl. 13:00.

Aðstandendur

Dalia Ruzgailaité Helga Gunnlaug Bjarkadóttir Björgvin Logi Bjarkason Benjamín Logi Bjarkason Ólafur Brynjar Bjarkason Valgerður Björg Hafsteinsdóttir og barnabörn.

Þakkir

Fjölskyldan færir starfsfólki á líknar- og krabbameinsdeildum Landspítalans þakkir fyrir einstaka umhyggju og umönnun.

Pabbi minn

Pabbi minn var einstakur maður. Hann var ákveðinn, einbeittur og afrekaði ótrúlegustu hluti. Margir þekkja hann sem business mann en í mínum augum var hann tónlistamaður, hörkutól, húmoristi og var með mikla þekkingu á mörgum málefnum. Hann var mjög gáfaður og las sig til um marga hluti. Maður gat í raun og veru spurt hann að hverju sem er og hann hafði svar við því. Mér leið alltaf vel eftir að tala við pabba þar sem hann sýndi mér að vandamál mín voru aðeins jafn stór og ég ímyndaði mér.