no image

Fylgja minningarsíðu

Antje Bruckner Kortsson

Fylgja minningarsíðu

6. janúar 1944 - 12. desember 2010

Útför

Útför hefur farið fram.

Minning um Antje

Antje vinkona mín er farin til æðri heima og hana sé ég ekki oftar hérna megin í tilverunni. Hún fór hljóðlega eins og henni var lagið, engir lúðraþytir eða tilgerð. Antje kynntist ég haustið 1996 en þá bað Karl Kortsson mig að leiðbeina henni með að læra íslensku. Kennslustundirnar gengu nú ekki mikið út á málfræði og endingar sagna heldur var tímanum varið í að spjalla um daginn og veginn á íslensku og þýsku.