no image

Fylgja minningarsíðu

Anna Tryggvadóttir

Fylgja minningarsíðu

17. júní 1922 - 15. desember 2008

Útför

Útför hefur farið fram.

Kveðja frá syni

Er líða tók á æviskeið móður minnar spurði hún oft, hví ekki væri hægt að sofa af sér veturinn. Sofna er dimma, kuldi og bleyta tækju völd og vakna aftur með hækkandi sól, hita og náttúru fullri af lífi. Þessari spurningu var ekki beint að neinum sérstökum, aðeins velt upp. Vissan um að strax eftir ársins dimmasta dag færi daginn að lengja, að vísu aðeins um hænufet hvern dag, gerði skammdegið viðráðanlegt, það var eftir einhverju að bíða.

Frá félögum í Skapandi skrifum í Gjábakka í Kópavogi

Hnígur sól til sjávar