no image

Fylgja minningarsíðu

Anna Ragnhildur Björnsdóttir Maack

Fylgja minningarsíðu

3. júní 1911 - 28. febrúar 2000

Útför

Útför hefur farið fram.

Minning

Anna fæddist í Stóra-Seli, vestast í vesturbænum í Reykjavík. Húsið er steinbær sem Sveinn móðurafi hennar byggði, og stendur enn, þótt lítið beri á honum milli stórhýsanna. Selsbæirnir voru þrír og við þá er Selsvörin kennd. Leikvöllur barnanna voru túnin vestan við Melana, stakkstæðin á Bráðræðisholtinu og fjaran í Selsvörinni. Þar var auðvelt að verða á flæðiskeri staddur. Þarna sleit Anna barnsskónum og í Reykjavík ól hún allan sinn aldur. Ættir hennar voru af Seltjarnarnesi og Álftanesi. Rætur hennar voru því í Reykjavík og nánasta nágrenni höfuðstaðarins. Anna unni átthögum sínum og æskuslóðum og tók undir með Tómasi Guðmundssyni sem var hennar eftirlætisskáld: