no image

Fylgja minningarsíðu

Anna Pálína Baldursdóttir

Fylgja minningarsíðu

14. júní 1941 - 18. ágúst 2022

Útför

Útför hefur farið fram.

Sálmaskrá
Anna Pálína Baldursdóttir

Í dag hefði elsku mamma mín orðið 82 ára. Hún var ekki sérstaklega gefin fyrir að gera mikið úr afmælinu sínu, enda hógvær með eindæmum, en var þó vön að skella í það minnsta í eina köku og taka á móti gestum sem litu við í tilefni dagsins. Mamma bakaði alltaf svo gott bakkelsi og í minningunni var yfirleitt alltaf eitthvað til í búrinu eða frystinum sem hún hafði bakað, skúffukaka, snúðar, brauð, kókoskaka, sem hún bakaði alltaf tvær af í einu, aðra handa okkur og hina handa Ástu mágkonu sinni, eða heimsins besta gulrótarkaka. Á tyllidögum var svo skellt í marengsköku með rjóma og pipp súkkulaði. Hún sagði ófáum sinnum að marengsinn bakaði sig nú barasta sjálfur, það væri svo auðvelt að gera hann.