no image

Fylgja minningarsíðu

Alda Traustadóttir

Fylgja minningarsíðu

18. apríl 1948 - 21. ágúst 2024

Andlátstilkynning

Ástkær eiginkona, móðir, tengdamóðir, amma og langamma Alda Traustadóttir lést á heimili sínu miðvikudaginn 21. ágúst.

Útför

6. september 2024 - kl. 13:00

Útför hefur farið fram.

Aðstandendur

Ármann Þórir Búason Stefán Höskuldur Steindórsson Erla Kristbjörnsdóttir Þórir Ármannsson Ásta Júlía Aðalsteinsdóttir Árdís Ármannsdóttir Agnar Angantýsson Áslaug Ármannsdóttir Atli Viðar Thorstensen barnabörn og barnabarnabarn.

Þakkir

Sérstakar þakkir fá Alzheimersamtökin á Akureyri fyrir að vera stoð og stytta Öldu í veikindum Ármanns. Þakkir fá einnig fjölskylda og vinir fyrir áralanga vináttu og hlýju.

Alzheimersamtökin
Mamma - hetjan mín <3

Takk elsku fallega og yndislega mamma fyrir allt það sem þú hefur gefið mér og mínum. Skilyrðislausa ást þína og athygli, áhuga og þinn stóra faðm. Hugsa að þú hafir sjálf ekki gert þér grein fyrir hversu mörg hjörtu þú hefur snert á þinni alltof stuttu ævi með örlæti þínu, ást og drifkrafti. Ó elsku mamma, ég trúi þessu ekki enn. Verkurinn í hjartanu er svo sár og söknuðurinn svo mikill. Allar góðu minningarnar úr sveitinni með kálfa og kindur í stofunni, heimalinga upp í sófa, æskuferðalögin milli slátta og anna, Grænlandsferðin okkar, öll sumarfrí okkar Evu Huldar í sveitinni við heyskap og bústörf og allar göngurnar þar sem þú varst konan á bak við tjöldin, potturinn og pannan. Þú tókst Agnari mínum opnum örmum og elskaðir frá fyrstu mínútu þannig að hann upplifði sig alltaf sem uppáhalds og elskaði því líka að vera í kringum þig. Krakkarnir okkar öll nutu þess að vera í sveitinni og með ykkur. Framundan var kafli í þínu lífi þar sem þú ætlaðir að leika þér og njóta og við að njóta með þér. Þú ætlaðir að koma í langa heimsókn til okkar í september, vera með okkur í daglega lífinu og við ætluðum að skella okkur í stutta ferð erlendis, ræddum Split í Króatíu og Cascais í Portúgal. Þig langaði að skipta um umhverfi og upplifa og mig langaði svo mikið að gera það með þér og uppfylla drauma þína. Líkt og við gerðum með siglingunni um karabíska hafið þegar þú varðst sjötug. Þá áttum við þrjár frábærar vikur í Flórída þar sem síðustu vikunni var varið í draumasiglinguna. Við gistum í káetu, borðuðum góðan mat, fórum í rútuferð um Bahamas og spókuðum okkur um með hvítan sand á milli tánna ásamt því að skála fyrir lífinu og tilverunni. Þegar þú varðst 75 ára fórum við til Costa Del Sol og áttum þar yndislega daga í sól og sumaryl með Sangríu. Á meðan var pabbi á Hlíð en þar vildi hann frekar vera, í örygginu og rólegheitunum. Síðasta afmælisdeginum varðir þú með okkur fyrir sunnan, fékkst morgunmat og söng í rúmið og við nutum þess að dekra við þig og ræða framtíðina. Það er svo margs að minnast og þakka. Mæðgnaferðin með ykkur systrum og dætrahópnum í nóvember er svo afar dýrmæt á þessari stundu. Þar var mikið hlegið, spjallað, notið og keyrt um sveitir. Samveran og hláturinn gerði okkur svo gott og þetta ætluðum við að endurtaka sem fyrst. Við náðum góðri samveru í sumar elsku mamma en ef ég hefði vitað að þetta væru okkar síðustu stundir saman þá hefði ég hagað þeim öðruvísi og notið þess að vera enn meira með ykkur, í faðmi ykkar og hlýju á Kjarnagötunni þar sem þú varst búin að búa ykkur pabba fallegt heimili. Nýr raunveruleiki blasir við og ég er ekki alveg tilbúin í hann. Við systkinin höldum þétt utan um pabba sem saknar þín afar sárt og er þér ævinlega þakklátur. Mikið gæfi ég núna fyrir þétta faðmlagið þitt og eitt innihaldsríkt spjall þar sem ég myndi segja þér enn og aftur hversu heitt og innilega ég elska þig og hversu stolt ég er af því að vera dóttir þín. Takk fyrir þig og takk fyrir allt – þú ert hetjan mín. Þín Árdís

no image