no image

Fylgja minningarsíðu

Adam Gísli Liljuson

Fylgja minningarsíðu

8. júní 2004 - 22. júní 2022

Útför

Útför fór fram í kyrrþey.

Þakkir

Ég vil þakka öllum sem komu að útförinni og þeirri hjartagæsku sem okkur var sýnd af vinum, ættingjum og vandamönnum.

Guð geymi þig .

Adam Gísli kom til mín vorið 2021 þá var hann að verða 17 ára gamall og bað um vinnu í Skyrgerðinni. Við höfðum auglýst eftir uppvaskara og hann sótti um. Mér leist vel á strákinn, ég réði hann strax og spurði hvort hann vildi ekki frekar vera þjónn og hann hélt það nú . Hann hafði fulla trú á sjálfum sér og var svo ánægður og þakklátur fyrir þessa vinnu. Adam stóð sig mjög vel og þjónaði þetta sumar hjá okkur. Hann var einstaklega ljúfur,kurteis og virðulegur. Ég fékk oft að heyra frá viðskiptavinum að hann væri flottur í þessu starfi. Mér þótti einstaklega vænt um þennan fallega dreng og er það er svo sárt að hann skildi kveðja svo ungur. Hann sagði mér að hann hefði gist hjá frænku sinni sem bjó í Hveragerði og eftirminnanlegt hvað hann hugsaði fallega um þessa frænku sína og vildi færa henni mat þegar honum bauðst að taka með sér heim, þetta var svo hugulsamt og fallegt hvað hann vildi vera góður við aðra. Adam Gísli á stað í hjarta mínu blessuð sé minning hans.