no image

Fylgja minningarsíðu

Þuríður Sigurðardóttir

Fylgja minningarsíðu

11. maí 1953 - 6. október 2025

Andlátstilkynning

Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, Þuríður Sigurðardóttir, Brimnesbraut 19, Dalvík, lést aðfaranótt 6. október á Sjúkrahúsinu á Akureyri.

Útför

20. október 2025 - kl. 13:00

Útför fer fram frá Dalvíkurkirkju 20. október klukkan 13. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir. Athöfninni verður streymt.

Aðstandendur

Víkingur Daníelsson Margrét Víkingsdóttir Vignir Þór Hallgrímsson Daníel Páll Víkingsson Lísebet Hauksdóttir Stefanía Björg Víkingsdóttir Daði Freyr Brynjólfsson

Þakkir

Innilegar þakkir fær starfsfólk heimahjúkrunar á Dalvík og starfsfólk Dalbæjar.

Soroptimistafélag Tröllaskaga
Minning

Þuríður Sigurðardóttir fæddist á Borgarfirði eystri 11. maí 1953, elst sjö systkina, barna Jónbjargar Sesselju Eyjólfsdóttur og Sigurðar Óskars Pálssonar.

Elsku amma

Amma mín var mjög merkileg kona sem ég leit rosalega mikið upp til. Það var aldrei neitt vesen eða stress í kringum hana. Hún reddaði hlutunum bara. Það sem ég tek mest til mín frá henni ömmu er þessi æðrulausa sýn sem hún hafði á lífið. Hvernig hún tók hlutunum bara eins og þeir voru og var svo ekkert að stressa sig á þeim. Hvernig hún hafði alltaf húmorinn að vopni sama hvað og hvað hún var ótrúlega róleg alltaf með hlutina. 

Elskuleg systir.

Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi,

Kveðja frá Prjónó

"Maður á að segja það sem manni finnst" hljómaði í einhverri auglýsingunni hér um árið.

no image
Mamma mín

Hvernig minnist maður ævi heillar manneskju? Hvernig minnist maður manneskju sem ekki bara gaf manni lífið heldur var líka lífið manns stærstan hluta ævinnar? Ég er búin að hugsa mikið um þetta þessa síðustu daga frá því að mamma dó. Þetta er bara svo skrýtið.